Ásta skásta

30 nóvember 2004

Er núna agalega dugleg heima hjá mér að læra. Það verður sko ekki bakað neitt meira fyrr en eftir próf. Eins og Ámundi kom að í commenti frá því í gær þá bökuðum við risastörur Sörur um helgina, hér er ekki talað um að stelast í Söru heldur er það spurning um að stelast í eina sneið af Söru svo maður óverdósi ekki.

Ámundi ætlar að steikja fisk fyrir stelpuna á eftir. Kartöflurnar eru komnar i pott og ég var vinsamlegast beðin um að setja helluna í gang áður en hann kemur heim úr ræktinni. Iss og um leið og ég skrifa þetta þá mætir hann inn, hringdi ekki vegna þess að hann mundi ekki símanúmerið hjá mér!!! Eins gott að fiskurinn verði góður :o)

29 nóvember 2004

Er farin að finna fyrir því að það styttist í prófið hjá mér. 11 dagar til stefnu og allt of mikið að gera.

Fór í síðustu vísindaferð vetrarins á föstudaginn, hef ekki verið neitt agalega dugleg við að mæta í vísó en svona er þetta bara :) Ferðin var í Eimskip og var nokkuð góð. Reyndar eru það oftast veitingarnar sem eru mælikvarði á hversu góð vísindaferð er!

Eftir vísó fórum við heim til Kollu í Singstar og mér gekk svipað vel eins og áður. Sigtaði það út að ég ætti séns í að taka Ingibjörn í leiknum þannig að ég skoraði á hann.. endaði með því að ég vann. Einkunnirnar hjá okkur voru tónlaus og sönglaus eða eitthvað svoleiðis. Hí, hí, gott samt fyrir egóið að vinna af og til :o)
En það er nú nokkuð viss að Ámundi verður settur í að syngja fyrir börnin þegar við verðum orðin nógu stór til að gera svoleiðis :)

Laugardagurinn leið hjá í leti og með Kringluferð til að finna afmælisgjöf fyrir Bebbu sóðabeib. Það tók ekki nema tvo tíma. Loksins þegar við Eydís vorum komnar með allt saman og búnar að finna innpökkunarborðið í Kringlunni þá var þar hópur af asískum skvísum sem voru að missa sig í að fá sér pappír og dótari ókeypis fyrir jólin. Ein var sett í að pakka einhverju dótarí inn og við biðum örugglega í hálftíma á meðan hún sjænaði til pakkann sinn. Úff púff. Afmælið hennar Berglindar var síðan um kvöldið og það var sóðastuð að venju. Gítar, bjór og læti. Ég stalst nú reyndar til að vera edrú en ég höndlaði það nú bara alveg sæmilega.

Ámundi fór í Hveró að hjálp Ingibjörgu systur sinni á sunnudaginn en ég var bara heima í rólegheitunum. Byrjaði aðeins að læra og var alveg sátt við það. Mamma bauð okkur í besta læri í heimi í kvöldmatnum, ég er ennþá slefandi... Síðan fengum við ávexti í eftirrétt og spiluðum aðeins við aðventukertaljós.

24 nóvember 2004

Fann link á ghetto-nafna-gefara hjá Ásdísi Jóh smellti fjölskyldunni allri í gegnum þetta og fékk út:

Nadj-ir Dawg P
Fellatio Kawfi
Wankmaster G
Nadj-ir Kawfi
Stim-U-L8 Kawfi
Munchi Shizzlemah
Stim-U-L8 Jones
Wankmaster Kawfi
Ass Machine Teapot, Yo
Munchi Teapot, Yo

Er ekki frá því að það sé smá fjölskyldubragur á þessu öllu :o)

ghetto-nafna-leitarinn

Mestu gleðifréttir undanfarna daga eru þær að Tommi og Sigga áttu lítinn, krúttlegan og heilbrigðan strák á laugardagsmorgun. Snáðinn fæddist klukkan 10:32 og var tekin með keisara. Óska þeim innilega til hamingju með erfingjann.

Annars áttu líka nokkrar merkisskvísur afmæli á laugardaginn. Bebba Sóðabrók varð 23 ára, Anna hans Abba varð 25 ára, Hildur í rafmagninu varð árinu eldri (held 23 ára) og Helga Sóðabrók rak síðan lestina og átti afmæli á sunnudaginn held að hún sé orðin 24 ára en ég lofa engu.

Ég fór í afmælisveisluna hjá Önnu. Þar var fullt af tækniskólaliði og þar á meðal Hildur Einars Njarðvíkurskvísa með meiru. Sigga Njarðvíkurskvísa kom svo líka í afmælið og sýndi snilldartilþrif í afmælisgjafakasti :o)

Við Ámundi stungum síðan af úr afmælinu og mættum of seint í Kínapartý sem var hjá byggingabekknum hans Áma. Það voru vonbrigði kvöldsins, en við kíktum þá bara stutt á Katrínu og Steinar á Snorrabrautinni og röltum síðan í bæinn. Á þessu rölti græddi ég nett tásæri og ákvað að láta þessa hörðu skó flakka beint í ruslið þegar ég kæmi heim. En alla vegna, stefnan var tekin á Hressó til að hitta Sóðabrækurnar sem voru allar í annarlegu ástandi eftir afmælispartý hjá Helgu. Bebba var svakalega sæt og fín, enda fræg fyrir fegurð sína.

Enginn skandall átti sér stað um helgina, fyrir utan það kannski að skórnir lentu ekki í ruslinu. Ákvað að gefa þeim einn enn séns, fer næst út í þeim þegar ég sé fram á að sitja stillt allt kvöldið og láta mig ekki einu sinni dreyma um það að standa í lappirnar.

Fyrir helgina fór ég í bíó með skvísunum á Bridget Jones. Eða reyndar gerðum við bara tilraun til að fara í bíó, mættum í vitlaust bíó og fréttum þar að það væri uppselt á rétta staðnum. Vissum ekkert hvað við áttum að gera af okkur og það voru allar aðrar myndirnar í bíóinu séðar þannig að við smelltum okkkur bara aftur upp í bíl, ákváðum nýtt deit og fórum heim. Heimferðin gekk nú ekki betur en svo að hurðirnar frusu fastar á bílnum og það var hægara sagt en gert að sleppa út. En svona í stíl við þessa ferð þá klikkaði nýja deitið líka og við verðum að finna einhverja aðra stelpumynd til að fara saman á...



07 nóvember 2004

Elsku besta Gugga systir mín er tuttuguogsjö ára krumpudýr í dag. Óska henni til hamingju með það, hún lengi, lengi lifi.

Svo styttist í að skvísan komi heim í jólafrí, 42 dagar í að maður sjái hana....

02 nóvember 2004

Laugardagurinn var síðan DAGURINN. Vaknaði alltof snemma til að fara í litun og plokkun hjá píningakonu dauðans. Henni fannst ég ekki vera með fínar augabrúnir, enda ekkert skrítið þar sem ég var búin að safna fullt af hárum svo að hún myndi nú fá að gera eitthvað fyrir alla peningana sem hún tekur af manni fyrir að hreinsa til á enninu mínu.

Beint eftir snyrtidæmið hringdi ég Önnu systur úr bælinu til að fara að versla afmælisgjöf handa Guggu systur. Þegar ég kom heim, kom í ljós að Ámundi vildi fara líka þannig að ég dró hann líka úr bælinu. Hrein snilld! Þannig að við fórum þrjú í búðarráp, ég held samt að Ámundi hafi engan veginn gert sér grein fyrir því hvað það er erfitt að kaupa afmælisgjafir því að hann gafst upp eftir þrjár búðir og fór að skoða hús morgundagsins. Hann þurfti reyndar að kíkja á húsið tvisvar því að við vildum líka fá að sjá það! Það var helvíti töff, fullt af alls kyns tæknidóti sem mig langar í. Langar reyndar líka í sófa og borð sem ég sá þarna en það er önnur saga. Afmælisgjöfin fannst síðan á endanum og fer út á morgun (afmælið er sko á sunnudaginn).

Eftir afmælisbrasið var það kría, sturta, blása, snyrta, slétta, mála, strauja, pússa, klæða og svo æða af stað í partý númer eitt.

Partý númer eitt var í töff íbúð í Borgartúni. Þetta var svona kvikmyndadæmi, beint inn í íbúðina úr lyftunni :o) Við klikkuðum á að taka með okkur blóm til að skilja eftir en fengum samt hvítvín í glas og skoðunarferð um pleisið. Þetta var þriggja herbergja íbúð með tveimur baðherbergjum, hvort á móti öðru. Þarna var líka pláss fyrir fataherbergi, mig langar í svoleiðis.

Partý númer tvö var í Perlunni. Þar var hún María fyrrverandi þýskukennari við FS, hún sagði mér nokkrum sinnum í matnum að mamma væri æði... Áfram mamma! Maturinn var svaka góður og hreindýrið þvílík snilld. Ég át og át og át og það var magnað :o) Síðan eftir matinn fórum við öll í koníaksstofuna og skáluðum fyrir vel étnum mat. Eftir alla veisluna stungum við Ámundi bara af, án þess að borga...

Partý númer þrjú var hjá Jóa. Þar var ekki mikil gleði þegar við mættum loksins. Enda höfðu tveir ungir menn staðið í slagsmálum og íbúðin er bara ekki nógu stór í verkið. Við stoppuðum stutt þar og fórum svo bara í bæinn með Heiði rokkara, Sigrúnu svölu, Kóngu kúl, Jóa spóa og kærustunni hans Bogga. Í bænum hitti ég síðan Siggu sætu, Hildi gellu og Önnu pæju.

Eftir djammið kom Anna með mér heim að panta pítsu. Við vorum steinsofnaðar þegar pítsan mætti og höfðum enga lyst á henni þannig að hún var bara á borðinu þegar Ámundinn kom svo heim... og við steindauðar í sófanum :o) Rétt eftir að ég og Ámi bjuggum um Önnu þá kom svo Sigga að sækja hana og enginn svaf í stofunni...

01 nóvember 2004

Síðasti föstudagur var algjör afmælisdagur. Þá átti Begga vinkona tuttugu og fjögra ára afmæli, og Ingibjörg amma hans Ámunda eitthvað aðeins stærra afmæli :o)

Við Ámundi þræddum bara veislurnar og fengum okkur fullt af kökum og vorum svaka hamingjusöm. Enduðum síðan kvöldið í Singstar söngpartýi heima hjá Kollu. Þar var smá slatti af fólki og allir í góðum málum. Ásdís var agalega dugleg að syngja og þótti mikill snillingur í að tækla söngkeppnirnar á lokasprettinum. Áfram Ásdís! Ég stóð hins vegar við mitt og sannaði enn einu sinni að ég get ómögulega sungið, ja alla vegna ef það á að vera í takt við eitthvað annað.

Ég var harðákveðin í að spara mig fyrir laugardagskvöldið þannig að ég lagði ekki í neitt djamm. Ég og Ámundi vorum komin heim ca tvö, vel sátt við kökuríkan dag :o)