Ásta skásta

25 mars 2005

Elskan hún Eydís Huld á afmæli í dag. Tuttuguogfimm ára krúttkona.

Við Ámundi kíktum á hana um hádegisleytið og það endaði með því að við skelltum okkur á BSÍ og héldum svo samloku- og frönskuveislu hjá afmælisbarninu.

Eftir sjoppufæðið fórum við Ámundi í Esjuferð. Vorum að vígja fullt af dótinu sem ætlar að fara Laugarveginn með okkur. Bæði með nýja stafi og ég í nýjum skóm, buxum og peysu. Ég átti í frekar miklum vandræðum með að koma mér upp, en tók bara eitt skref í einu og eina pásu í einu og það hafðist að lokum. Reyndar fórum við bara að klettunum efst og ákváðum þá að tölta niður á við. Á leiðinni niður fóru nýju fínu stafirnir mínar í ruglið. Festingarnar hættu að virka, ég er nú frekar ósátt við greyið prikin. Ætla að tékka hvort ég fái einhverjar bætur í búðinni... Þetta var nú samt svaka gaman, alla vegna þegar við hættum að labba upp í móti :o)

Nú ætlum við að smella okkur í vöfflupartý hjá mömmu...


Stelpan lífleg á leiðinni upp... Posted by Hello


Ámundi að senda stelpunni koss Posted by Hello


Fórum upp að Steina og snerum svo við... Posted by Hello


Það var dálítið mikið rok þarna uppi Posted by Hello


Stafirnir hans Ámunda entust alla leiðina Posted by Hello


Ég surfaði aðeins í restina... með stafina góðu á bakinu. Posted by Hello


Ámundi brunaði svo niður fjallið Posted by Hello

23 mars 2005

Vil hvetja alla til að skella sér á Gettu betur í kvöld og halda með MA.... Byrjar klukkan 20:00.

En talandi um Gettu betur þá er hún Steina Vala stigavörður loksins búin að eiga lítinn gutta. Eintóm hamingja :o)

18 mars 2005

Svo kemst ég ekkert á MA-Borgó úrslitin eftir allt saman. Á víst deit á ungfrú Suðurland, Ingibjörg Steinunn litla systir hans Ámunda Fannars er að keppa.

Við fáum að borða þriggja rétta máltið á meðan að hún og hinar skvísurnar trítla um sviðið svaka sætar og fínar. Ætli maður fái nokkuð hreyfingarleysis- og átbömmer þá???

En talandi um hreyfingu þá er ég búin að fara tvisvar i ræktina í vikunni, og það er víst þvilíkt afrek hjá mér þessa dagana... Fór í Body-step hjá Unni á miðvikudaginn og var nær dauða en lífi fljótlega eftir að ég byrjaði að hoppa og skoppa um pallinn. Þurfti að flýja fram í miðjum tima og tylla mér þvi annars hefði ég líklega endað flöt á gólfinu. Nú er markmiðið að massa svona tíma, helst tvo í röð og hana nú.

Siðan pantaði ég líka íbúð á Akureyri í gær. Fæ hana i þrjár nætur og er strax búin að fylla hana af frábæru eðalfólki. Þetta verður þvílíkt stuð :o)

17 mars 2005

MA-ingar eru komnir í úrslit í Gettu betur. MA vs Borgó næsta miðvikudag klukkan átta í Smárlind.

Er ekki einhver i stuði til að mæta?????

Það hefur ekkert breyst, mar kann ennþá öll lögin, allir í berjamó og svoleiðis.

Jei, jei, jei

Er með Heiði í beinni á MSN að plana bústaðaferð. Er þvílíkt byrjuð að hlakka til, tveir mánuðir i heimkomu, þremur dögum minna í brottför. Jebb, einmitt Hvítasunnuhelgin. Við ætlum að kippa sparinammi, bjór og kók með og þetta verður geðveikt.

Þannig að maí planið hjá mér er þannig:
Próf 4. maí, 6. maí, 7. maí, 10. maí og 13. maí
Bústaður 13.-16. maí
Benidorm 18.-25. maí

Vá hvað þetta verður góður mánuður :o)

15 mars 2005

Drösslaðist loksins í ræktina í gær. Löngu kominn tími á það. Datt í hug að það væri barasta sniðugt að tækla tvo fyrir einn og hreyfa mig og horfa á One Tree Hill og Survivor.

Ég kom mér sæmilega vel fyrir á hjóli í Baðhúsinu og af stað. Hélt að ég tæki töluvert lengri tíma í að klæða mig og græja mig þannig að þegar ég byrjaði á hjólinu var Malcolm in the Middle ekki nema hálfnaður þannig að þegar það kom loksins að One Tree Hill þá var ég komin með dofinn rass og handónýt.

En mín klikkaði sko ekki heldur stóð bara upp og fór yfir á hlaupabretti. Nennti ekki að skokka þannig að ég stillti bara á sæmilegan halla og tók kraftgöngu á þetta. Eftir tuttugu mínutur fóru heyrnartólin að gefa frá sér neista í eyrað mitt. Mjög undarlegt. Þannig að nú þurfti ég að flýja yfir í rassabanatækið til að geta horft á þáttinn.

Þegar One Tree Hill var við það að klárast ákvað ég að klára bara þáttinn og smella mér siðan heim. Þá mætir einmitt Kolla úr Njarðvík á svæðið og spyr hvort ég sé búin að hita upp, síðan tekst henni að fá mig með í jógatíma sem var að byrja. Það var þvílíkt ljúft að kíkja í þann tíma og núna er ég með hálfan skammt af harðsperrum og hamingjusöm.

Babbarabbarabbabadminton á eftir :o)

11 mars 2005

Ég var að tala við bossinn minn útaf öllu fríinu sem ég þarf að taka í sumar. Nú er ég því búin að tryggja mér frí til að komast Laugaveginn 5. til 8. júlí og líka frí til að rokka feitt á Norðurlandi nokkra daga fyrir 16. júní. Ég var komin með smá í magann yfir því að þurfa svona mikið frí en nú verður þetta bara rokk og ról og ég hlakka ferlega mikið til :o)

10 mars 2005

Ætlum að skella okkur á Life Aquatic í sambíóunum í kvöld.. Bjallið ef þið viljið koma með.

Ámundi átti afmæli í gær. Það var eintóm gleði, mér tókst að hemja mig fram á morgun með að gefa honum afmælisgjöfina. Venjulega vil ég fá liðið til að rífa allt upp á slaginu tólf!

Um kvöldið fórum við á stælinn með Heiði, Önnu og Abba og stóðum svo í röð í klukkutíma okkur til mikillar skemmtunar. Eftir stuðið í röðinni, fórum við í mikið útsýnis- og stólaleitarstríð. Enduðuðum á fínum stað og Ámundi fékk bindi.

Klukkutíma eftir það komu þrír gaurar og sögðu brandara og við hlógum hátt og snjallt. Þegar sniðugu karlarnir sem voru ekki í kjól fóru skelltum við okkur bara heim og í háttinn.

Finn dagur, svo átti Bobby líka afmæli.

09 mars 2005

Ingibjörn er búinn að setja inn myndir úr afmælinu okkar:

  • Ingibjörn myndasmiður


  • Svo var ég að skoða myndir hjá Heiði og Jóa í fyrradag. Ætli þau hendi þeim ekki inn við tækifæri:

  • Myndasíða Heiðar og Jóa


  • Merkilegt hvað Ingibjörn tók aðallega myndir af rafmagnsliðinu og Heiður og Jói af sóðabrókunum...

    Smelli inn nokkrum völdum myndum úr okkar vélum, sem lögðu í að taka myndir af hverjum sem er.. Enda þekktum við nú flesta í afmælinu :o)

    07 mars 2005


    Afmæliskrakkarnir :o) Posted by Hello

    Afmælið okkar gekk bara nokkuð vel. Byrjuðum á að bjóða nokkrum krílum í kjúklingalæri, franskar og beikonborgara hérna heima. Færðum okkur síðan niður á Pravda um níuleytið og fengum okkur bjór. Ætluðum að hafa einhverja leiki þar en það féll eiginlega niður vegna mikils kæruleysis sem var hlaupið i okkur.

    Ég týndi síðan öllu liðinu þegar við Ámundi fórum heim með þær fórnir sem okkur voru færðar þetta kvöld. En rafmagnsliðið var enn á Pravda þegar við mættum aftur og við fórum með þeim yfir á Hressó því við fréttum af ferðum sóðabróka þangað. Fann þær samt ekki á staðnum, þannig að við tjúttuðum aðeins þar en fórum svo bara á Hlölla í ruglið... Tókst einhverra hluta vegna að gleyma þvi að við áttum gommu af kjúkling heima!

    Þakka öllum fyrir mætinguna og skemmtunina... Elska ykkur öll :o)

    03 mars 2005

    Aumingja Gugga systir lenti i hagléli á Kanarí... ég hélt að það væri ekki hægt!!!!

    Annars er afmælispartýið okkar Ámunda á laugardaginn og ég er byrjuð að hlakka mikið, mikið til. Það er svo gaman að djamma með öllum vinunum sínum :o)

    02 mars 2005

    Simmi krullumaður og flödenomse með meiru á afmæli í dag. Óska honum hjartanlega til hamingju með þennan gleðidag :o)