Ásta skásta

28 desember 2005

Gleðileg jól :o)

Við erum búin að hafa það huggulegt í íbúðinni hjá Heiði og Jóa en fluttum síðan í Kópavoginn í gærkvöldi. Við verðum í Kópavoginum þar til að við förum út 9. janúar.

Við erum búin að vera agalega dugleg að hanga með fjölskyldunni undanfarna daga og borða á okkur gat.

Í kvöld ætla ég síðan að hitta Rafmagnskrakkana heima hjá Braga, á bara eftir að slétta hárið og síðan er ég rokin...

17 desember 2005

Fátt betra en að labba út úr prófi dagsins, beint út í glampandi sól. Jamm, þá erum við komin í jólafrí.

Heilmikil dagskrá framundan, jólagjafakaup, flutningar og tiltektir...

15 desember 2005

Fyrra prófið búið... Nú eru bara þrælabúðir í tvo og hálfan dag og þá er allt búið þessa önnina.

Tók að sjálfsögðu strætó í prófið í dag. Í strætó var eldri maður með svaka gettóblaster, ja eða alla vegna svakalegan miðað við hans aldur. Hann var með svarta græju, með möguleika á að nota tvær kasettur og svo var líka hægt að hlusta á útvarpið. Ég átti svona svipaða græju þegar ég bjó á Siglufirði, í þá gömlu góðu daga. Sá gamli var að hlusta á lög sem hann hefur örugglega dillað sér við þegar hann var 17 ára og tjúnaði heldur betur í græjunni. Bara fyndin kall. Hann var síðan með flösku í ekta hagkaupsplastpoka (Hemköps) og var alltaf að fá sér sopa. Hann tók samt ekkert flöskuna upp úr pokanum því hann var að fela hana. Síðan flakkaði hann dálítið um strætóinn, reyndi að finna einhvern stuðbolta til að sitja hjá og endaði hjá ca tvítugum strák. Sá gamli byrjaði að ræða málin og ungi gaurinn kinkaði bara kolli og vandaði sig við að vera dálítið dannaður. Síðan eftir nokkrar smástundir stendur sá gamli upp og kafar djúpt í vasann og gefur hinum karamellu :o) Mér fannst þetta allt ógurlega fyndið og fannst óvenju gaman að þvælast í strætó í dag...

11 desember 2005

Glænýr frændi mættur í heiminn. Kári og Guðrún eignuðust son í gær, dökkhært lítið krútt. Ég óska bara öllum til hamingju með það og hlakka mikið til að sjá prinsinn þegar að við komum heim í jólafrí :o)

09 desember 2005

Góðir hlutir að gerast hérna. Erum loksins komin með íbúð í Lundi. Reyndar fáum við ekki nema 25 fermetra undir okkur og allt okkar dót en við eigum þó alla vegna heima einhvers staðar þegar að við komum tilbaka.



Ég og Gugga systir ætlum að tækla jólagjafirnar á eftir... Ekki seinna vænna en að vinda sér í jólaskapið :o)

06 desember 2005

jibbíkajei...

Þá er ég búin að skila síðasta verkefni annarinnar og á bara prófin eftir.

Núna er ég með jólakökur í ofninum að elda spaghetti, eintóm hamingja. Maður fær alltaf svo mikinn bömmer þegar maður á að vera að læra að maður gerir helst ekki annað en að læra eða að hanga... Bannað að eyða orkunni í að gera eitthvað skemmtilegt :o)

Svo byrja ég að lesa fyrir próf á morgun ;o)

04 desember 2005

Jáhá...

Friðrik mætti óvænt í heimsókn á fimmtudaginn. Var staddur í Köben og ákvað að skjótast yfir sundið og kíkja á aðstæður í Malmö. Það var þvílíkt gaman að hitta hann. Ég bakaði búðarsnúða og eftir að við smökkuðum á nokkrum svoleiðis röltum við í bæinn að kíkja á jólastemmninguna. Ég verð síðan að taka allsherjar reisu einhvern tímann á næstunni og heimsækja alla sem búa hér og þar í Danmörku og Svíþjóð...

Við íbúðarfélagarnir skelltum í jólakökur í fyrradag. Eigum reyndar eftir að baka flestar kökurnar en deigið er komið í ísskápinn. Ámundi tók að sér að vera sérlegur deigsmakkari og vil helst að við sleppum bara að baka piparkökurnar, deigið er nefnilega svo ferlega gott :0) Maður verður alltaf að smakka smá.

Þar sem að við flytjum fljótlega og verðum ekki hérna um jólin, ætlum við ekki að setja upp nein jólaljós. Aldrei þessu vant er mér bara alveg sama, jólin koma bara þegar að við komum heim til Íslands. Seinna þegar ég verð stór ætla ég að hafa jólaskreytt tré í garðinum okkar, mér finnst svo ferlega flott að sjá seríur í útitrjám :o)

Á laugardaginn fórum við á 1. des hátið kórsins í Lundi. Sigurður Guðjónsson bauð okkur í smávegis fyrirpartý og síðan fjölmenntum við á hátíðina. Gestir hátíðarinnar voru örlítið eldri en ég bjóst við en það skipti svo sem engu máli. Við fengum versta hangikjöt sem ég hef á ævi minni smakkað en ég var nú samt himinlifandi að fá hangikjöt og uppstúf :o) Augljóst var að mikill meirihluti gestanna var æstur í að styrkja kórinn með fjárframlögum á barnum og dansgólfið varð ansi skrautlegt þegar að líða tók á kvöldið. Við stungum af áður en slagsmál brutust út og náðum síðasta strætisvagninum til Malmö.

Nú er farið að styttast ískyggilega í próf, ég fer í síðasta verklega tímann minn á morgun og skila síðasta verkefni annarinnar á þriðjudaginn. Eftir það verður próflesturinn allsráðandi á þessu heimili, ásamt jólakökuáti :o)

01 desember 2005

Guðmundur Árni litli bróðir minn er fimm ára í dag.



Hér er mynd af honum með frekar smávöxnu trölli :o)