Ásta skásta

14 apríl 2007

Hejsan og takk fyrir síðast :o)

Fyrir lifandis skelfingar löngu síðan var kominn tími á nýtt blogg og því ekki seinna vænna en að hefja færsluna.

Nú búum við jú ennþá í Svíþjóð og erum alveg agalega ánægð með það því nú er sólin farin að láta sjá sig. Hér sit ég því við tölvuna, öll mökuð í sólarvörn og pikka inn nokkur orð á meðan að sólin steikir þá sem eru úti. Já og afhverju er ég þá ekki úti eins og allir hinir? Jú það er vegna þess að ég er að bíða eftir því að ungfrú Elsa Björg vakni af fegurðarblundinum sínum. Um leið og dísin mín vaknar þá tökum við stefnuna í grillveislu á K11 - við búum sko á K5.

Ég er komin aftur í skólann, 50% skóli en aðeins minni skólasókn... Það er nú bara eins og það er :o) Ég er búin að vera tvær vikur í leti- og lúxuspáskafríi og svo byrjar skólinn aftur klukkan átta á mánudagsmorgni. Fjúff.

Við ætlum að halda okkur við Lundinn í sumar en skjótumst heim í stutt sumarfrí í júní. Þá útskrifast Anna systir úr menntó, heil sjö ár síðan að ég gerði það. Annað fjúff. Eftir Íslandsdvölina ætlum við að taka stutt stopp hjá Heiði og Jóa í London og túristast svolítið hjá þeim.

Jæja, þá ætla ég að sjóða smá graut fyrir litlu prinsessuna mína. Meira seinna!