Ásta skásta

30 nóvember 2004

Er núna agalega dugleg heima hjá mér að læra. Það verður sko ekki bakað neitt meira fyrr en eftir próf. Eins og Ámundi kom að í commenti frá því í gær þá bökuðum við risastörur Sörur um helgina, hér er ekki talað um að stelast í Söru heldur er það spurning um að stelast í eina sneið af Söru svo maður óverdósi ekki.

Ámundi ætlar að steikja fisk fyrir stelpuna á eftir. Kartöflurnar eru komnar i pott og ég var vinsamlegast beðin um að setja helluna í gang áður en hann kemur heim úr ræktinni. Iss og um leið og ég skrifa þetta þá mætir hann inn, hringdi ekki vegna þess að hann mundi ekki símanúmerið hjá mér!!! Eins gott að fiskurinn verði góður :o)