Ásta skásta

30 maí 2006

Jamms, þá er Ámundi að klára prófið sitt - svo pakkar hann bara niður og kemur heim. Reyndar fær hann smátíma til að pakka niður, kemur ekki heim fyrr en á hinn daginn en vá hvað það verður gaman að sjá strákinn...

Ámundi kemur á fimmtudaginn og ég fæ að skjótast í próf á föstudagsmorgun. Eintóm gleði. Prófið mitt byrjar klukkan átta í útlandinu sem þýðir að prófið byrjar klukkan sex á Íslandinu - ég bað um að fá að byrja seinna en þeir hafa barasta ekki svarað mér.

Við ætlum síðan í afmælisgleði á föstudaginn og jafnvel eitthvað út úr bænum á laugardaginn - það er nú einu sinni löng helgi.

Mamma átti afmæli á sunnudaginn og þá fékk ég fullt af alls kyns kökugóðgæti, í dag á bossinn afmæli og maður byrjaði daginn í hlaðborði. Elska svona daga, nammi, namm - það er ekki skrítið að bumban stækki...

26 maí 2006

Nú er ég búin að vera ógurlega dugleg að vinna... er meira að segja að vinna akkúrat núna :o)

Svo er ég líka búin að fá að dýfa mér í heita pottinn í Laugardalslauginni, það var voða ljúft. Spriklaði pínu í badmintoni á undan, það var líka voða ljúft.

Kíkti á litlu krúttlegu frænku mína hana Guðbjörgu Elvu Dís á miðvikudaginn, hún var bara sætust. Rakel var uppfull af ráðum, meira að segja með fullt af nýjum ráðum og svo var það ekki verra að hún lumar líka á óléttufatnaði, barnavagni og ungbarnafötum sem að við getum fengið lánað í sumar. Eintóm snilld :o)

22 maí 2006

Þá er ég komin heim á klakann og mætt í vinnuna.

Gæsaði Guggu systur smávegis á laugardaginn en missti af aðalpartýinu svo ég gæti nú náð flugvélinni minni heim. Var ógurlega dugleg að sníkja kók í vélinni en einhverra hluta vegna fékk ég alltaf bara smásopa í glas en gaurinn við hliðina á mér fékk alltaf heilar dósir. Skil ekki alveg svona kerfi!!!

Anna sótti mig á flugvöllinn og ég gisti hjá þeim í Keflavík. Við dúlluðumst við að skipta með okkur ungbarnafötum sem Anna keypti í Ameríkunni. Ótrúlega sæt föt, allt gult og grænt því við vitum ekki neitt :o)
Emil grillaði handa mér hamborgara í morgunmat, ég er sko þvílíkt búin að sakna þess að fá alvöru hamborgara, nammi, namm...

Kíkti á Heiði og Jóa í gær. Þau grilluðu líka handa mér hamborgara, maður er svo ferlega dekraður. Heiður rúntaði síðan smá spöl með mig á nýja kagganum, svaka kerra.

Svo endaði gærdagurinn í afmælisboði hjá Sibbu tengdó. Flottur matur og góðar kökur :o) Ég var nú samt alveg búin á því þegar að ég kom heim og það var bara gott að lúlla sér.

17 maí 2006

Já þá er Anna María komin og farin. Skvísan kom með kúluna sína á mánudaginn og við vorum agalega óléttar og krúttlegar saman. Það var bara gaman að fá skvísuna í heimsókn og svo sé ég hana næst upp í Leifsstöð á laugardaginn, ekkert langt í það.

Þar sem ég náði auðvitað ekki að klára öll verkefnin mín áður en Anna kom þá er ég núna að rembast við lærdómin. Veðrið er ekki lengur neitt spennandi þannig að nú er ekkert mál að sitja inni við tölvuna. Hlakka ógurlega til að klára þetta...

Pabbi hans Ámunda og Angelia hans koma hingað á morgun og verða fram á sunnudag, en þá verð ég auðvitað farin. Gugga systir kemur til Köben í kvöld og ég sé hana á morgun og/eða á hinn, rétt næ að knúsa hana og kreista áður en ég fer heim.

Myndir seinna, læra núna, knús, knús...

09 maí 2006

Jamms veðrið er sko ennþá tær snilld hjá okkur, grillpartý annað hvert kvöld :o)

Ég fór í próf í gær og það gekk alveg þokkalega. Nú á ég eftir að undirbúa og flytja fyrirlestur og skila einu sæmilegu verkefni. Ég vona að ég nái að tækla þetta þokkalega fyrir mánudaginn því þá ætlar Anna María að kíkja til okkar :o)

Ég fer síðan í eitt próf eftir að ég kem heim, fæ bara að taka það við HÍ gegn vægu gjaldi. Reyndar á ég eftir að ganga frá smá formsatriðum að það hlýtur að blessast.

Þegar maður er að dilla sér úti í sólinni þá hittir maður alltaf nokkra sænska krakkagemlinga. Einn strákurinn kom auga á það að ég var með frekar stóra bumbu og spurði mig hvort að það væri barn í maganum. Ég viðurkenndi það nú alveg og þar með var það útrætt. Stuttu seinna mætir vinkona drengsins og pikkar í einn gaurinn sem var með okkur og spyr hvort að hann sé með barn í bumbunni... ;o)

06 maí 2006

Í dag eru tvær vikur þangað til að ég kem heim, næstum fjórar þar til að Ámundi kemur og ca tólf þar til að við verðum foreldrar - en miðað við alla aðra sem eru að eiga börn þá eru líklega fjórtán vikur þar til að krílið kemur.

Framundan eru fullt af verkefnaskilum og ef allt gengur vel þá ætlar Anna María að kíkja í heimsókn eftir næstu helgi. Þannig að það er smá pressa á mér að klára verkefnin, þetta er nú samt bara góð pressa. Einn prófessorinn á samt eftir að gefa út verkefni fyrir þann áfanga og ég vona bara að hann velji einhvern þægilegan tíma fyrir skil, já og auðvitað vona ég að verkefnið verði frekar þægilegt.

Það var ógurlega gott veður hjá okkur í gær og í fyrradag og hver pása var notuð til að fara út og reyndar teygðist þokkalega á pásunum... Spáin framundan er voðalega fín og það lítur út fyrir að ég nái smá sumri hérna áður en ég fer heim.

04 maí 2006

Jamms, sumarid er komid til okkar. Nádum 20 stiga hita í gaer og útlitid er sko ekki slaemt í dag. Tad versta er náttúrulega ad madur faer samviskubit hvort sem madur er inni ad laera eda úti ad sóla sig. Best ad gera bara góda blöndu, sóla sig á daginn og laera á nóttinni :o)

Annars var ég ad koma úr fyrirlestri um dálítid hip og kúl stöff... sko hip og kúl nördastöff. Tad kom gestur í heimsókn og kynnti fyrir okkur hvad fyrirtaekid hans er ad bralla tessa dagana og teir eru med svona peer2peer atridi í gangi tar sem ad farsímar geta fengid vefslod og tad er haegt ad browsa í símann og skoda myndir og ýmislegt. Madur raedur ad sjálfsögdu hvad er opid og fyrir hvern tad er opid.
Tetta vaeri audvitad taer snilld fyrir fólk sem er ad eiga börn. Ta getur madur bara myndar krilid a faedingardeildinni og svo tarf madur ekki einu sinni ad skella myndum á netid heldur getur fólk bara browsad í símann og tékkad á nýja gripnum.
Svo er ad sjálfsögdu líka haegt ad nyta tetta á djamminu, ein vinkonan er kannski stödd á Sólon ad tjútta og hittir gaur. Mín smellir bara mynd af gaurnum og tá getur hin vinkonan sem er annad hvort heima hjá sér eda kannski bara á Nonnabitum bara tekid upp símann og browsad til ad tékka á félaganum.
Tetta gaeti líka verid gagnlegt fyrir fólk sem er alltaf ad týna símanum sínum, tá er haegt ad fara bara í tölvuna og hlada nidur símaskránni úr týnda símanum og ekkert vesen... eda sko naestum ekkert vesen - tad er alltaf leidinlegt ad týna símanum sínum.
Svo bara kostar tetta ekki neitt, nema audvitad áskrift og rándýran síma til ad ráda vid taeknina. Verd nú samt ad segja ad tetta er taer snilld og mig langar í nýtt dót, múhaha.