Ásta skásta

29 nóvember 2004

Er farin að finna fyrir því að það styttist í prófið hjá mér. 11 dagar til stefnu og allt of mikið að gera.

Fór í síðustu vísindaferð vetrarins á föstudaginn, hef ekki verið neitt agalega dugleg við að mæta í vísó en svona er þetta bara :) Ferðin var í Eimskip og var nokkuð góð. Reyndar eru það oftast veitingarnar sem eru mælikvarði á hversu góð vísindaferð er!

Eftir vísó fórum við heim til Kollu í Singstar og mér gekk svipað vel eins og áður. Sigtaði það út að ég ætti séns í að taka Ingibjörn í leiknum þannig að ég skoraði á hann.. endaði með því að ég vann. Einkunnirnar hjá okkur voru tónlaus og sönglaus eða eitthvað svoleiðis. Hí, hí, gott samt fyrir egóið að vinna af og til :o)
En það er nú nokkuð viss að Ámundi verður settur í að syngja fyrir börnin þegar við verðum orðin nógu stór til að gera svoleiðis :)

Laugardagurinn leið hjá í leti og með Kringluferð til að finna afmælisgjöf fyrir Bebbu sóðabeib. Það tók ekki nema tvo tíma. Loksins þegar við Eydís vorum komnar með allt saman og búnar að finna innpökkunarborðið í Kringlunni þá var þar hópur af asískum skvísum sem voru að missa sig í að fá sér pappír og dótari ókeypis fyrir jólin. Ein var sett í að pakka einhverju dótarí inn og við biðum örugglega í hálftíma á meðan hún sjænaði til pakkann sinn. Úff púff. Afmælið hennar Berglindar var síðan um kvöldið og það var sóðastuð að venju. Gítar, bjór og læti. Ég stalst nú reyndar til að vera edrú en ég höndlaði það nú bara alveg sæmilega.

Ámundi fór í Hveró að hjálp Ingibjörgu systur sinni á sunnudaginn en ég var bara heima í rólegheitunum. Byrjaði aðeins að læra og var alveg sátt við það. Mamma bauð okkur í besta læri í heimi í kvöldmatnum, ég er ennþá slefandi... Síðan fengum við ávexti í eftirrétt og spiluðum aðeins við aðventukertaljós.