Ásta skásta

31 júlí 2006

Jæja, þá er litla ljónynjan okkar mætt í heiminn. Þetta gekk bara nokkuð vel fyrir sig og okkur heilsast agalega vel.

Við erum byrjuð að setja upp heimasíðu á www.barnanet.is/2990 og þar er hægt að sjá nokkrar myndir af skvísunni.

Knús og kossar úr hamingjulandi

27 júlí 2006

Jæja, jæja... enn er ekkert að gerast. Ég er hætt að vinna og einbeiti mér bara að því að hafa það notalegt :o)

Allir í kringum okkur luma á þvílíkt góðum ráðum til að koma krílinu fyrr út og við erum alltaf að heyra eitthvað nýtt. Við förum eftir því sem að okkur þykir hljóma vel en annars erum við svona sæmilega þolinmóð í að bíða...

Það eru ógurlega margir sem eiga afmæli þessa dagana og eru alveg til í að deila deginum með litla ljóninu okkar. En svo verður krílið víst bara að fá að velja sér dag sjálft...

Vonandi verða skemmtilegri fréttir í næstu færslu :o)

21 júlí 2006

Jáhá... Nýjustu fréttirnar eru þær að Anna og Abbi hafa ákveðið að flytja til okkar Lundabúanna og ætla að læra með okkur þegar þau verða ekki upptekin við að passa krílið okkar :o)

Við vorum í afmæli hjá Magnúsi bróður í gær, en hann átti einmitt afmæli í fyrradag. Fullt af fólki og fullt af pítsum. Kannski að maður komi við þar í hádeginu og næli sér í afganga. En það er enginn vafi á því að maður komi við í laugunum einhvern tímann í dag - er sko að elska veðrið.

Í dag er síðasti vinnudagurinn minn, ég á reyndar eftir að segja bossinum frá því en hann er í bústaðaferð núna. Hann hlýtur að vera sáttur við þetta... Vonandi kemur krílið svo bara um helgina. Ámundi er æstur í að fá kisu og þá verðum við að bíða fram á sunnudag - ég er hins vegar alveg til í að klára þetta bara af í dag (eftir sundferðina).

17 júlí 2006

Helgin liðin og hún var ógurlega róleg og ljúf - fyrsta skipti í langan tíma sem maður er ekki þreyttari á mánudegi heldur en á föstudegi...

Ég fór í vöfflupartý til Önnu Maríu og Emils í gær. Það var tær snilld, endalaust meðlæti og maður þurfti eiginlega að borða vöffluna með hníf og gaffli - namminamm. Sigga og Begga voru með í vöffluátinu og svo sá ég aðeins framan í Helgu áður en ég stakk af í pítsupartý og keilu í borginni.

Ég var að sjálfsögðu flottust í keilunni - með eina kúlu framan á mér og aðra í rennunni. Ég lenti í næst síðasta sæti en Áminn tók alla í nefið. Ég þarf að stelast af og til á æfingar til að eiga séns í strákinn...

Annars er ég við það að kafna í eigin bumbu og hlakka mikið til að sjá krílið okkar. Það er ennþá vika í settan dag og flestir fara eitthvað framyfir en ég er sko ekki að nenna því. Spurning um að skjótast í malarvegsbíltúra og skjótast á hestbak til að flýta fyrir þessu... hehehe

14 júlí 2006

Þá er ég búin að setja inn fullt af myndum, alveg síðan í maí - áður en ég kom heim...

Á reyndar eftir nokkrar myndir inn á milli en þær koma örugglega um helgina.

Góða helgi í góða veðrinu...

12 júlí 2006

Fór í afmæli til Ólafar í gær. Hitti að sjálfsögðu fullt af snilldarliði og fékk að borða ógurlega góðar kökur, nammi - namm.

Hitti eins og hálfs mánaðar gamlan frænda stelpunnar og hann var mesta krúttið. Með risastór augu sem bræða mann alveg í gegn.

Við skiptum í lið og fórum í Pictionary, snilldarleikur með snilldarreglum... Auðvitað vann besta liðið og ég óska þeim til hamingju með það :o)

10 júlí 2006

Þá er Gugga systir búin að gifta sig :o) Brúðkaupið var stórglæsilegt og þau voru sko sætust í heimi, ógurlega ástfangin og krúttleg.

Það er nú kannski bara kominn tími á að ég skelli inn einhverjum myndum, þá getið þið fengið að sjá fína, fína kjólinn hennar Guggu. Næ því kannski seinna í dag...

Í gær var síðan pakkastund og þau fengu fullt af fínu dóti. Þau fengu meira að segja beljuskinn til að hafa á gólfinu í nýja húsinu og mér fannst það sko algjör snilld - múhaha.

Nú er gengið farið á Skóga og þau ætla að ganga yfir í Þórsmörk þar sem enn fleiri ætla að hitta þau. Mig langar bara pínulítið með - en mín er náttla bara kasólétt í vinnunni og fær ekki að fara neitt.

Annars á Uly Grey a.k.a. Ólöf afmæli í dag og því er vel við hæfi að gleðjast :o)