Ásta skásta

30 október 2005

Þá erum við komin heim frá Prag. Við höfðum það fínt í Tékklandi og hefðum viljað alla vegna einn dag í viðbót til að skoða.

Við fórum í tvær ferðir með ferðaskrifstofunni sem við keyptum miðana hjá. Það var nú ekki mikið varið í þær ferðir. Önnur ferðin var í glasaverksmiðju og kastala - glasaverksmiðjan var minni en eldhúsið okkar og alls ekki neitt merkileg og við þurftum að borga aukalega til að skoða kastalann og það voru bara ferðir á þýsku og tékknesku. En við gerðum nú samt bara gott úr þessu og keyptum okkur snilldarhatta hjá einum af sölumönnunum og svo dessertskálar hjá öðrum. Hin ferðin sem við fórum í með ferðaskrifstofunni var fjögurra rétta kvöldmáltið og svaka flott gosbrunnasýning - kvöldmaturinn var ekkert spennandi og gosbrunnurinn ekki alveg nógu merkilegur. Það sem var samt skrýtnast við þessar ferðir var að leiðsögumaðurinn tók ekki þátt í neinu. Í gosbrunnaferðinni sendi hann okkur bara upp í sporvagn og sagði okkur hvar við áttum að fara út, hitti okkur þar borðaði með okkur og sýndi okkur síðan hvar gosbrunnurinn var og stakk svo af. Í hinni ferðinni þá hirti hann bara peningana af okkur og sendi hópinn síðan upp í taxi með gaur sem talaði ekki einu sinni ensku. En við skemmtum okkur samt alveg ágætlega, enda vorum við í skemmtiferð. Við mælum bara ekki með ferðunum hjá euroguide.

Við fórum í útsýnisrúnt um Prag með annarri og betri ferðaskrifstofu síðasta daginn okkar. Ótrúlegt hvað það eru margar kirkjur þarna, hægra megin sjáið þið þessa kirkju en vinstra megin er hin kirkjan. Næst þegar við erum stödd í Prag þá ætlum við í útsýnisferð í kastalann og í kvöldsiglingu á ánni. Við verðum eiginlega líka að kíkja aftur á stjörnumerkja-klukkuna á gamla torginu því það var verið að gera við hana þegar að við mættum.

Við tókum nokkrar myndir en ég get ekki sett þær inn núna af því að tölvan hans Ámunda er í viðgerð.

25 október 2005

Sálarmidarnir komu inn um lúguna hjá okkur í gaer. Bara gaman ad hitta tá.

Tad er rigning hjá okkur í dag. Nú er ég tví komin í gamla góda "regnjakkann" minn. Ég vona nú samt ad vid sleppum vid rigningu í Prag, nenni ekki ad vera rennandi blaut og vada eintóma polla tar.

Ég er núna í ferlegum vandraedum med ad velja mér fag í skólanum, mig vantar eitt valfag med skyldufögunum. Ég er núna ad spá í ad velja (1) trívíddarteikningu í tvívídd, (2) dulmál og kódun eda (3) hagfraediáfanga fyrir taeknifólk.

Takk fyrir útskriftarkvedjunar krúttin mín, thad er svo gaman thegar fólk man eftir manni :o)

24 október 2005

Ég nádi bádum prófunum :o)

Annars var ég ad koma úr fyrsta tímanum mínum sem fór fram á saensku. Mér lýst nú bara nokkud vel á tetta og langar bara strax ad fara ad laera!

Ég og Ámundi hittum Guggu og Brynjulf í Helsingborg í gaer. Gugga kom sídan med okkur í kökupartý á Sallerupsvägen. Vid plötudum skvísuna til ad gista og bordudum sídan pönnukökur í morgunmat.

22 október 2005

Nú er prófið búið :o)

Nú er ég líka útskrifuð úr HÍ. Veit ekki alveg hvernig ég á að halda upp á það. Ætla að byrja á því að glápa aðeins á Video og slappa af eftir prófavitleysuna. Kannski maður skelli sér á djamm í kvöld, það kemur í ljós.

Á morgun ætla Gugga og Brynjulf að koma yfir sundið og kíkja í pönnsupartý. Það verður gaman að dúllast með þeim.

21 október 2005

Ég fékk poka af Basmati-örbylgjuhrísgrjónum þegar ég steig út úr strætó áðan. Eintóm gleði :o)

Var í skólanum að læra áðan en króknaði næstum úr kulda og flúði heim.

20 október 2005

Það er hægt að kaupa Sálarmiða á www.vega.dk

Anna og Abbi eru búin að splæsa í flugmiða og ætla að heimsækja okkur eftir þrjár vikur, 11.-14. nóvember. Það verður þvílík snilld.

Ámundi fer í seinna prófið sitt á morgun og fær svo að fara á Oasis-Köben-tónleika með Ingva um kvöldið. En þá verð ég ein heima að kvíða fyrir að fara í laugardagsprófið mitt.

Annars erum við líka heldur betur búin að uppgötva það að annar hver Svíi á bandý-kylfu. Ég vissi nú ekki að bandýkylfur geta verið nógu merkilegar til að allir splæsi í svoleiðis og burðist með þær út um allt. Heima var bandý eiginlega meira djók heldur en hitt. Þetta var einmitt ein af fáum íþróttum þar sem ég átti séns í að skora :o/

19 október 2005

Jamm og jæja, nú er fyrra prófið búið. Það gekk bara sæmilega fyrir sig og ég býst við að fá sænskan fjarka í einkunn. Sænskir fjarkir eru miklu betri heldur en íslenskir fjarkar. Hæsta sænska einkunnin er fimm og maður þarf þrjá til að ná. Þannig að hér í landi eru bara þrjár einkunnir gefnar og svo fall. Maður getur verið útúrþví, sæmilegur, góður eða frábær.

Mamma er komin með vinnu hjá Vinnueftirliti ríkisins. Það verður gaman að sjá hvernig það fer kennaranum að hafa eftirlit með vinnum (veit ekki alveg hvað hún gerir)... en mig grunar að nú eigi mamma mín sína eigin skrifstofu í vinnunni :o)Ég vona bara að skvísan verði ánægð í nýju vinnunni sinni.

17 október 2005

Er núna stödd í skólanum ad laera og borda snickers....

14 október 2005

Magnús bróðir er farinn að blogga. Hann ætlar að heimsækja Önnu á Akureyri á morgun. Ég væri nú alveg til í að vera með þeim, alltaf gott veður á Akureyri...

Nú er önnin búin og kominn tími fyrir fyrstu prófin. Það er ferlega skrýtið að fara svona snemma í próf en ég held að það verði þvílík lukka að fara bara í hálfan skammt af prófum um jólin.

Nú eru ansi miklar líkur á því að ég útskrifist 22. október, eftir langa bið. Þann daginn fer ég líka í seinna prófið mitt hérna og ein stelpan úr sænskukennslunni ætlar að bjóða sænskunemunum í partý. Eintóm gleði :o)

10 október 2005

Hejsan

Eg var ad koma ur verklegum tima, buin ad vakna eldsnemma, ferdast i straeto og svo segir kennarinn bara... ja, tu tarft ekki ad gera tennan hluta - ert greinilega buin med allt sem tu tarft ad gera, getur bara farid.

Nuna langar mig bara ad kura i ruminu minu.

En aetli tad se ekki bara agaett ad teir nadu mer a faetur. Eg get ta bara lesid og dundad mer i stadinn. Tarf ad skjotast a posthusid svo eg geti send namsferilinn minn til Haskolans. Jamm einmitt, eg tarf ad prenta ut blad, krossa i alla reitina a bladinu og senda tad svo a skrifstofuna i skolanum. Snilldin eina.. hehe. Kannski fae eg ad utskrifast laugardaginn 22. oktober, tad a bara eftir ad koma i ljos.

Nylidin helgi var hin ljufasta. For a stefnumot med straknum, forum i bio og ut ad borda a Jenssens. Algjor snilld. Reyndar fengum vid okkur ekki endalaust af is eins og Anna systir er vist tekkt fyrir. Gerum tad bara naest. Biomyndin var nu ekki merkileg, frekar leidinleg barasta. Bioin herna i Sverige eru toluvert a eftir biounum heima a Froni. Vid erum tar af leidandi buin ad sja allar mest spennandi myndirnar i biounum en nuna eru nokkrar spennandi myndir ad maeta i salina. Mer finnst samt algjor snilld ad geta keypt mida i saeti. Madur getur ta bara planad bioferdina snemma, skotist og keypt mida og ta tarf madur ekki ad kremjast i einhverri klessu vid dyrnar eda ad sitja fremst. Madur bara faerir bioferdina ef tad er bara laust a fremsta bekk. Svo er lika haegt ad komast i svona parasaeti aftast. Tad er bara fyndid, ta er ekkert handfang a milli saetanna, tetta er svona eins og minisofi. Tad er nattla bara snilld ad fa bara tvo svona saeti ef madur er i staerri kantinum og passar ekki i venjulegt biosaeti :o)

08 október 2005

Við sambýlingarnir ætlum að smella okkur til Prag 26.-29. október.

Annars var ég að frétta það að maður verður að skrá sig í Lucky Fares hjá icelandair.dk ef maður ætlar að næla sér í miða á Sálarballið á Vega.

03 október 2005

Sálin verður í Köben 5. nóvember og ég er strax farin að hlakka til. Ég er ekki einu sinni búin að krækja í miða, ætla rétt að vona að ég fái svoleiðis. Hildur ætlar að koma frá Árósum til að syngja og tjútta og tralla. Þetta verður eintóm gleði.

Mamma og Gugga komu hingað til Malmö á fimmtudagskvöldið og voru fram á miðjan laugardaginn. Það var snilld að hafa þær hérna. Við búðarrápuðum og gelluðumst svolítið, það endar ekki vel ef ég missi mig svona i búðunum í hvert skipti sem einhver mætir á svæðið.

Við fórum út að borða á föstudeginum. Fórum á spænskan stað hérna í nágrenninu, þar var allt pakkað af fólki og hljómsveit með öllu. Við vorum öll ferlega lukkuleg og fengum voða góðan mat. Við enduðum siðan í ruglinu i einhvers konar eins manns tunguleikfimi. Við hlógum endalaust mikið og ég bókstaflega þurfti að þurrka tárin ég skemmti mér svo vel.

Kíkið á myndir hjá Guggu og mömmu (Elsu Karls), ég set svo einhverjar myndir inn til að gleðja ykkur...

Mamma og Guggu fóru síðan í rútuferð til Stettin í Póllandi. Fæ ferðasöguna á morgun :o)

Það bankaði einhver ógeðiskarl hjá okkur í gærkvöldi. Ég fór til dyra og þar var einhver soramaður með pepsí í annarri og kebab í hinni og svo þegar ég opnaði datt hann næstum því hann var svo útúr því. Hann stamaði eitthvað og ég skyldi ekki neitt, sagði bara "not here" og skellti í lás.

Fékk ógeðisbólur út um allt og þorði ekki ein i þvottahúsið að sækja þvottinn. Tók Áma lífvörð með mér ég var svo mikið tjikken. Svo þegar við komum inn aftur kom karlinn aftur og slefaði næstum því. Ojojoj. Svo sagði hann eitthvað og stangaði eiginlega póstkassann þegar hann var að komast að því hverjum hann ætti að spyrja eftir.

Þoli ekki svona karla-gaura-kellur-fólk, verð alveg skelfilega hrædd og býst eiginlega við því að það stökkvi á mig eða eitthvað. Alveg fáránlegt hjá mér en svona er þetta bara, aumingja fólkið.