Ásta skásta

01 nóvember 2004

Síðasti föstudagur var algjör afmælisdagur. Þá átti Begga vinkona tuttugu og fjögra ára afmæli, og Ingibjörg amma hans Ámunda eitthvað aðeins stærra afmæli :o)

Við Ámundi þræddum bara veislurnar og fengum okkur fullt af kökum og vorum svaka hamingjusöm. Enduðum síðan kvöldið í Singstar söngpartýi heima hjá Kollu. Þar var smá slatti af fólki og allir í góðum málum. Ásdís var agalega dugleg að syngja og þótti mikill snillingur í að tækla söngkeppnirnar á lokasprettinum. Áfram Ásdís! Ég stóð hins vegar við mitt og sannaði enn einu sinni að ég get ómögulega sungið, ja alla vegna ef það á að vera í takt við eitthvað annað.

Ég var harðákveðin í að spara mig fyrir laugardagskvöldið þannig að ég lagði ekki í neitt djamm. Ég og Ámundi vorum komin heim ca tvö, vel sátt við kökuríkan dag :o)