Ásta skásta

29 desember 2004

Var á besta spilakvöldi ever í gær. Svaka gaman og fullt af fólki. Þegar mannfjöldinn var mestur var svo mikill troðningur að sumir urðu undir þegar þeir voru að reyna að sjá á blöðin sem við teiknuðum á í Pictionary.

Ég var í tveimur mismunandi liðum: Ég, Eydís og Jói annars vegar en Ég, Eydís og Simmi hins vegar. Bæði liðin voru best, hvort í sínu spilinu.

Þakka öllum fyrir gott kvöld og hlakka til að hitta fólkið aftur á gamlárskvöld, eintóm gleði framundan :o)

27 desember 2004

Gleðilega hátíð.

Ég er búin að hafa það ferlega gott um helgina. Fékk fullt af góðum mat og fínum gjöfum, það er nú ekkert lítið sem maður er elskaður :o)

Hlakka mikið til að geta notað allt dótið sem ég fékk og er nú á leiðinni að panta mér gistingu á Laugaveginum. Við Gugga erum harðar á því að labba í sumar og ætlum barasta að tryggja okkur gistingu í skálum sem fyrst svo við getum ekki beilað á þessu. Óskum eftir kátum ferðafélögum!!!! Ég fékk göngustafi og göngubuxur í jólagjöf :o)

Mamma gaf mér blender og matvinnsluvél two in one. Snilldargræja með ábyrgð og möguleika á varahlutum. Bræddi einu sinni úr blender með stelpunum þegar við vorum hvað verstar, en það á nú ekki eftir að gerast aftur. Þessi græja rokkar víst feitt.

Síðan fékk ég ansi magnaðan Texas, það er sko grafísk vasareiknis tölva! Ámundi krútt gaf mér hana og ég get nú heildað, diffrað, þáttað og gert hvað sem mér sýnist. Hrein snilld að hafa svona grip með sér í næstu önn.

Ámundi jólasveinn gaf mér líka badminton spaða og nú er málið að koma stelpunum í gírinn og læra að spila badminton. Treysti algjörlega á þolinmæði Eydísar sem ég er búin að ákveða að skuli kenna mér sportið.

Síðan fékk ég líka jakkapeysu, pictionary, buxur, bol, vigt í eldhúsið, púða með afrískum konum á, pasmínu og dótarí.

Ámundi krútt fékk tvær brauðristir :o) Þannig að þið vitið hvert þið eigið að leita ef ykkur vantar ristað brauð.

23 desember 2004

Sigrún sóðabrók á afmæli í dag, verið nú dugleg að senda henni sms í tilefni dagsins.

Til hamingju með daginn skvísa mín.

Nú er Þorláksmessa mætt á klakann. Eintóm gleði og jóla, jólastuð.

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og yndislegra daga um hátíðirnar. Jólakortin fara í póst á eftir þannig að einhverjir mega eiga von á slíku mitt á milli jóla og nýárs, en samt ekki allir :)

Eigið nú góða daga krílin mín, jólaknús og jólakossar frá Skástu

16 desember 2004

Sóðabrækurnar voru að fara frá mér. Við vorum með Sóðapiparkökukvöld. Ætluðum að gera sóðakökur en þetta endaði allt í dannaða kantinum. Þeir sem borða piparkökurnar eiga pottþétt eftir að fá vægt sykursjokk því að kökurnar voru vel þaktar með glassúr. Helga ætlaði að smella inn myndum á síðuna hjá sér, þannig að það hlýtur að birtast bráðum.

Kónga fær verðlaun fyrir flottustu kisuna, Heiður fyrir fjölskylduna með tvíburana, Helga fyrir hjartað handa vinnufélögunum og Sigrún fyrir mesta sykurhjartað.

Ætlum að hittast aftur á næsta ári en skipta þá appelsíninu og maltinu út fyrir bjór :o)

14 desember 2004

Jæja, jæja, jæja... Núna er ýmislegt liðið.

Sigga Njarðvíkurskvísa átti afmæli á miðvikudaginn, þvílík hamingja með það :o) Nú er eins gott að ég drífi mig í heimsókn og heilsi upp á hana við fyrsta tækifæri.

Ég fór í MOS prófið mitt á föstudaginn og er því komin í jólafrí eftir vinnu. Þarf ekkert að hafa áhyggjur af því hvað ég er að gera eftir vinnu því ég má eyða tímanum í hvaða vitleysu sem er áhyggjulaust.

Ásdís Keflavíkur og rafmagnsskvísa átti afmæli á laugardaginn. Ég skulda henni einmitt líka heimsókn, hef reyndar einu sinni komið inn til hennar en það var nú varla að marka það.

En eitt ojbara í restina. Liðið í Íslandi í bítið var að borða Durian í morgun. Durian er bara ógeðslegur ávöxtur sem er m.a. ræktaður í Tælandi og Malasíu. Durian hefur verið þekktur undir nafninu Konungur ávaxtanna og réttnefninu Óvinurinn. Lyktin er bara viðbjóður og það er varla þorandi nálægt kvikindinu. Smakkaði þetta í útlandinu. Lyktin er virkilega viðbjóðsleg og bragðið er ekki merkilegt. Ef ávöxturinn væri góður þá væri þetta kannski ásættanlegt en bragðið er ekkert spes, ávöxturinn er dáldið klístraður og lyktin er virkilega viðbjóðsleg. En fyrir þá sem eru forvitnir og þoraðir þá er um að gera að kíkja í Hagkaup og prufa :o)

06 desember 2004

Er að reyna að klæða síðuna í jólagallann... verður líklega tilbúið rétt fyrir jól.

01 desember 2004

Hellú

Fiskurinn var góður. Ásdís sagði að maður þyrfti ekki að muna símanúmer og ég trúði því. Þar af leiðandi verða framtíðarsímanúmerin mín tattóveruð á höndina á Ámunda. Þá þarf hann ekki að muna þau :o) Snilldarlausn! Sérstaklega þar sem ég man númerið hans og slepp við öll svona tattú.

Er nú að lesa og reikna í öðrum kaflanum í bókinni sem er til prófs. Tveir hálfir dagar farnir í próflestur, fjórir hálfir dagar eftir, þrír heilir og 7 kaflar. Kemur það vel út??? Veit það ekki?

Annars er allt sæmilega vitlaust í vinnunni núna og gaman að hafa nóg að gera. Á morgun borða ég með rafmagnsnördunum mínum úr skólanum, á föstudaginn borða ég með vinnunni og á laugardaginn bý ég til laufabrauð. Ásdís skvísa rokkar með mér á fimmtudag og föstudag það verður gaman.