Ásta skásta

06 maí 2006

Í dag eru tvær vikur þangað til að ég kem heim, næstum fjórar þar til að Ámundi kemur og ca tólf þar til að við verðum foreldrar - en miðað við alla aðra sem eru að eiga börn þá eru líklega fjórtán vikur þar til að krílið kemur.

Framundan eru fullt af verkefnaskilum og ef allt gengur vel þá ætlar Anna María að kíkja í heimsókn eftir næstu helgi. Þannig að það er smá pressa á mér að klára verkefnin, þetta er nú samt bara góð pressa. Einn prófessorinn á samt eftir að gefa út verkefni fyrir þann áfanga og ég vona bara að hann velji einhvern þægilegan tíma fyrir skil, já og auðvitað vona ég að verkefnið verði frekar þægilegt.

Það var ógurlega gott veður hjá okkur í gær og í fyrradag og hver pása var notuð til að fara út og reyndar teygðist þokkalega á pásunum... Spáin framundan er voðalega fín og það lítur út fyrir að ég nái smá sumri hérna áður en ég fer heim.