Ásta skásta

22 maí 2006

Þá er ég komin heim á klakann og mætt í vinnuna.

Gæsaði Guggu systur smávegis á laugardaginn en missti af aðalpartýinu svo ég gæti nú náð flugvélinni minni heim. Var ógurlega dugleg að sníkja kók í vélinni en einhverra hluta vegna fékk ég alltaf bara smásopa í glas en gaurinn við hliðina á mér fékk alltaf heilar dósir. Skil ekki alveg svona kerfi!!!

Anna sótti mig á flugvöllinn og ég gisti hjá þeim í Keflavík. Við dúlluðumst við að skipta með okkur ungbarnafötum sem Anna keypti í Ameríkunni. Ótrúlega sæt föt, allt gult og grænt því við vitum ekki neitt :o)
Emil grillaði handa mér hamborgara í morgunmat, ég er sko þvílíkt búin að sakna þess að fá alvöru hamborgara, nammi, namm...

Kíkti á Heiði og Jóa í gær. Þau grilluðu líka handa mér hamborgara, maður er svo ferlega dekraður. Heiður rúntaði síðan smá spöl með mig á nýja kagganum, svaka kerra.

Svo endaði gærdagurinn í afmælisboði hjá Sibbu tengdó. Flottur matur og góðar kökur :o) Ég var nú samt alveg búin á því þegar að ég kom heim og það var bara gott að lúlla sér.