Fjúff, var heldur betur á sprettinum í dag. Byrjaði daginn alltof snemma í verklegum tíma, þaðan fór ég svo í leiðindatíma þar sem ég þurfti að flytja skelfilegan fyrirlestur. Ég stamaði og roðnaði og blánaði og var alveg eins og sauður, sem betur fer var fyrirlestrarfélaginn ekki eins mikil mannafæla og þetta hafðist á endanum. En núna eru bara öll aðalleiðindin búin. Á eftir að gera ein skiladæmi fyrir föstudag og siðan eru það bara prófin í næstu viku. Reyndar þarf ég að vera dálítið dugleg að reikna og lesa, en það er víst bara partur af prógramminu.
Eftir þessi próf þá flytjum við í stóru höllina okkar. Fáum reyndar lyklana á morgun og það er frekar líklegt að maður skelli upp ljósum og einhverju smotteríi inn á milli lestrartarnanna.
Annars er fuglaflensan mætt til Svíþjóðar, því verr og miður :o(
Eftir þessi próf þá flytjum við í stóru höllina okkar. Fáum reyndar lyklana á morgun og það er frekar líklegt að maður skelli upp ljósum og einhverju smotteríi inn á milli lestrartarnanna.
Annars er fuglaflensan mætt til Svíþjóðar, því verr og miður :o(