Frakkland var snilldin eina. Veðrið gat varla verið betra, reyndar hefði verið dálítið magnað ef það hefði snjóað á nóttinni.
Ég er orðin ófrísk þannig að ég þurfti að fara dálítið varlega í brekkunum, bannað að taka óþarfa sénsa. Ég tók því bara vikuna í að þróa stílinn í staðinn fyrir að eltast við adrenalín. Í næstu skíðaferð verð ég því óvenju glæsileg í brekkunum - með vel fínpússaðar og úthugsaðar hreyfingar :o)
Pabbi, Magga og strákarnir voru með okkur í ferðinni. Magnús var á bretti, algjör töffari. Ámundi snillingur kenndi Guðmundi Árna að taka diskalyftuna og strákurinn var bara sætastur á skíðunum.
Ásdís heimsótti okkur og var með okkur í fjallinu síðasta daginn. Hún brunaði bara út um allt og var algjör skíðadrottning. Það var rosalega skemmtilegt að fá hana í heimsókn :o)
Gugga og Brynjulf fengu ælupest í ferðinni. Brynjulf tók heila nótt við ælupottinn en Gugga greyið var veik á leiðinni heim. Aumingja stelpan var hvítari en hvítt og ældi endalaust í rútunni, á flugvellinum og í flugvélinni. Skvísan sat beint fyrir aftan rútubílstjórann sem kipptist við í hvert skipti sem Gugga kastaði upp.
Ég er orðin ófrísk þannig að ég þurfti að fara dálítið varlega í brekkunum, bannað að taka óþarfa sénsa. Ég tók því bara vikuna í að þróa stílinn í staðinn fyrir að eltast við adrenalín. Í næstu skíðaferð verð ég því óvenju glæsileg í brekkunum - með vel fínpússaðar og úthugsaðar hreyfingar :o)
Pabbi, Magga og strákarnir voru með okkur í ferðinni. Magnús var á bretti, algjör töffari. Ámundi snillingur kenndi Guðmundi Árna að taka diskalyftuna og strákurinn var bara sætastur á skíðunum.
Ásdís heimsótti okkur og var með okkur í fjallinu síðasta daginn. Hún brunaði bara út um allt og var algjör skíðadrottning. Það var rosalega skemmtilegt að fá hana í heimsókn :o)
Gugga og Brynjulf fengu ælupest í ferðinni. Brynjulf tók heila nótt við ælupottinn en Gugga greyið var veik á leiðinni heim. Aumingja stelpan var hvítari en hvítt og ældi endalaust í rútunni, á flugvellinum og í flugvélinni. Skvísan sat beint fyrir aftan rútubílstjórann sem kipptist við í hvert skipti sem Gugga kastaði upp.