Arnar og Jóna eru að heimsækja okkur. Núna eru þau heima að kúra en ég og Ámundi erum bara send í skólann og okkur sagt að læra eitthvað gagnlegt. Iss, piss...
Skötuhjúin eru búin að vera frekar dugleg að versla og koma ekki inn um hússins dyr nema með nýjan poka í hendinni, oftar samt nokkra poka heldur en bara einn.
Í gær fórum við fjögur saman í stórborgarferð til Malmö-city. Skoðuðum eiginlega bara búðirnar og Arnar fékk ekki einu sinni að sjá Turning Torso. Svíarnir eru ógurlega duglegir að halda upp á Valentínusardaginn og það eru sko ekki bara blómabúðirnar sem eru að selja. Hver einast búðargluggi var uppfullur af hjörtum og allt það sem minnti á hjarta í hverri búð var dregið fram og haft í öndvegi.
Ég held ekki upp á Valentínusardaginn en Ámundi krútt fór í leyni-búðarferð til að finna eitthvað sætt handa "sin gravida älskling" og kom heim með ferlega sæta peysu sem ég get notað núna og líka þegar að bumban fer að standa langt út í loftið. Aumingja Ámundi fékk ekki neitt sætt í gær og ég gleymdi meira að segja bóndadeginum... ég verð greinilega að bæta mig.
Arnar og Jóna ætla síðan til Köben á morgun og gista þar í eina nótt áður en þau fara aftur heim til Íslands. Við verðum samt bara stillt heima og einbeitum okkur að skólabókunum. Allt brjálað að gera í verkefnavinnu þessa dagana...
Skötuhjúin eru búin að vera frekar dugleg að versla og koma ekki inn um hússins dyr nema með nýjan poka í hendinni, oftar samt nokkra poka heldur en bara einn.
Í gær fórum við fjögur saman í stórborgarferð til Malmö-city. Skoðuðum eiginlega bara búðirnar og Arnar fékk ekki einu sinni að sjá Turning Torso. Svíarnir eru ógurlega duglegir að halda upp á Valentínusardaginn og það eru sko ekki bara blómabúðirnar sem eru að selja. Hver einast búðargluggi var uppfullur af hjörtum og allt það sem minnti á hjarta í hverri búð var dregið fram og haft í öndvegi.
Ég held ekki upp á Valentínusardaginn en Ámundi krútt fór í leyni-búðarferð til að finna eitthvað sætt handa "sin gravida älskling" og kom heim með ferlega sæta peysu sem ég get notað núna og líka þegar að bumban fer að standa langt út í loftið. Aumingja Ámundi fékk ekki neitt sætt í gær og ég gleymdi meira að segja bóndadeginum... ég verð greinilega að bæta mig.
Arnar og Jóna ætla síðan til Köben á morgun og gista þar í eina nótt áður en þau fara aftur heim til Íslands. Við verðum samt bara stillt heima og einbeitum okkur að skólabókunum. Allt brjálað að gera í verkefnavinnu þessa dagana...