Ásta skásta

26 nóvember 2005

Sibba (Ámundamamma), Ingibjörg (Ámundasystir) og Gilli (Ingibjargarkærasti) eru í heimsókn hjá okkur. Þau komu á fimmtudagskvöldið og ætla að vera hjá okkur fram á mánudagskvöld.

Það er alltaf gaman að fá gesti og sérstaklega þegar maður fær Egils malt og appelsín í kaupbæti ;o)

Núna er allt gengið í Kaupmannahöfn, þau ætluðu að þræða búðir og kíkja í Tívolí. Ég skrópaði í vettvangsferðinni til að ég gæti lært svolítið. Ég þarf nefnilega að skila verkefni á þriðjudaginn...

Á fimmtudaginn skaust ég til Köben í tilefni af því að Bjössi frændi mætti á svæðið. Ég og Gugga gerðumst sérlegir aðstoðarmenn og pokahaldarar fyrir jólagjafainnkaupin hennar Helgu hans Bjössa. Fyrir einstakan dugnað í starfi var okkur boðið út að borða eftir puðið. Við fjögur hittum Brynjulf á stað sem heitir Reef ´n Beef og smökkuðum krókódíla og kengúrur. Ég var mjög lukkuleg með matinn, þó fannst mér kengúran vera svolítið seig...

Ég vona að þið eigið líflegra laugardagskvöld en ég... svona ykkar vegna ;o)

22 nóvember 2005

Tad er ótrúlega oft stappad í strætóinn okkar. Í dag var fullt í öll sæti tegar strætóinn kom í okkar stoppistöd, en okkur var samt öllum hleypt med enda er stranglega bannad ad skilja útundan. Ég lenti alveg upp vid aftari hurdina og var skíthrædd vid ad rekast í einhvern neydaropnunarhnapp og hrynja út á hradbrautina. En sá ótti var ástædulaus, ég komst heil í skólann í dag eins og alla adra daga hingad til.

Tegar vid vorum ad bída eftir strætó dagsins brunadi hvítur, frekar gamall leynilögreglu Volvó med staka bláa sírenu fram hjá okkur. Lögreglubílstjórinn turfti sídan ad naudhemla örstuttu seinna af tví ad einn strætóbílstjórinn nádi ad svína lögguna vid næstu gatnamót og stoppa tannig ad lögreglan komst ekki neitt. Löggan lá sídan á flautunni tar til ad strætóinn siladist aftur af stad. Ég vona bara ad löggan hafi nád bófunum...

21 nóvember 2005

Ég er búin að krækja mér í einhverja hálsbólgu-flensu hérna í útlandinu. Reyndar ekki alvarlega en samt þannig að ég er í ullarsokkum og fullt af öðrum fötum því annars verður mér svo kalt, drrrddrrd.

Gærdagurinn, 20. nóvember, er greinilega mjög vinsæll afmælisdagur. Anna hans Abba, Bebba Sóðabrók og Anton Tómasson voru öll fædd þennan dag. Anna fyrst, svo Bebba og Anton svo í fyrra. Auðvitað vil ég óska þeim öllum til hamingju með daginn :o)

Gugga og Brynjulf komu í heimsókn til okkar í gær. Við borðuðum næstum allan tímann sem þau voru hérna en náðum nú samt að spila smá inn á milli. Í þetta skiptið vann ég ekki nokkurt spil :o(

Ég og Gugga föndruðum síðan smá með marsipan og súkkulaði, svona eins og í gamla daga.

18 nóvember 2005

Heimsku Svíar. Hér er ekki hægt að fá skilríki nema að einhver Svíi komi með manni í bankann og segi að maður er sá sem maður er. Síðan getur enginn sagt hver maður er nema að maður hafi skilríki. Bölvuð vitleysa í liðinu hérna.

Það er ekki einu sinni nóg að mæta í bankann með íslenska vegabréfið sitt, sem er með mynd af mér í til að fá svona sænsk skilríki.... Hvað er málið með liðið hérna???

Annars höfum við það bara fínt í Svíaríkinu ;o/

Vorum að spila með Höskuldi og Kristínu í gær. Ég vann síðasta spilið og er ennþá í skýjunum með það...

Góða helgi allir saman

14 nóvember 2005

Núna erum við búin að kveðja Önnu og Abba. Helgin var frábær :o)

Byrjuðum á föstudeginum í Köben. Þar kíktum við á litla prinsinn sem Ragga og Ingvi voru að eignast. Hann er algjört æði, svaka sætur og krúttlegur.

Ég, Ámundi, Anna, Abbi og Rósa borðuðum síðan á pakistönskum stað á Istedgade. Ég mæli sko ekki með þessum stað. Við biðum fáránlega lengi eftir matnum og þjónustan var nú ekki merkileg.

Við hittum síðan Guggu og Brynjulf við Tívoli og tökum hring þar. Skoðuðum þar risafiskabúr sem á víst að vera það lengsta í Evrópu. Það var fullt af töff fiskum í búrinum.

Eftir Tívolíið fórum við öll heim til Rósu og Anders, þau búa í Nýhöfn. Þar fengum við íslenskt sælgæti, danskan bjór og jarðarberja Ámundsen.

Við gistum í Nýhöfninni og fengum "ilmandi" beikon og egg í morgunmat. Bara snilld.

Anna og Abbi komu síðan með okkur til Malmö. Við röltum um bæinn, kíktum á kaffihús og fórum í bíó á laugardeginum. Það var agalega fínt.

Við tókum síðan bílaleigubíl á sunnudeginum og kíktum aðeins á nánasta umhverfi. Við tókum hring í Lundi og Helsingborg. Aðalmál dagsins var síðan elgsafarí þar sem strákarnir gáfu elgjunum brauð og hnetur, ég varð dáldið hrædd um að elgirnir tæku sig saman og stöppuðu niður bílinn en það reddaðist nú allt og algjör óþarfi að panikka.

Við brunuðum síðan til Kristianstad og fengum okkur kvöldmat þar. Eftir smávegis labb um miðbæinn fundum við snilldar mangólskan veitingastað og fengum ótrúlega góðan mat þar. Reyndar var þessi veitingastaður fyrsti og síðasti staðurinn sem við fundum í Kristianstad. Við eigum pottþétt eftir að fara þangað aftur einhvern tímann.

Á leiðinni heim sáum við ekki neitt því það var komið svo mikið myrkur. Skelltum okkur síðan í keilu hérna í Malmö og Anna sem þóttist aldrei hafa náð hundrað stigum í keilu brilleraði heldur betur og gerði eintómar fellur...

Það var frábært að fá A-in í heimsókn, tær snilld :o)

11 nóvember 2005

Í dag er skiptidagur. Pabbi hans Ámunda var að fara og á eftir hittum við Önnu og Abba og förum í Tívolí.

Sæmundur Ámundapabbi er búinn að vera hérna í nokkra daga. Við erum búin að spássera aðeins um Malmö, kíktum á Turning Torso og á róló. Pabbinn bauð okkur út að borða á spænska staðinn sem er alltaf snilld.

Ámundi Sæmundsson og Sæmunundur Ámundafaðir fóru til Köben í gær á meðan að ég var að puða í skólanum. Það var bara nokkuð mikið stuð á þeim þegar að þeir komu heim, veit ekki alveg hvor þeirra hraut hærra í nótt.

Aumingja Sæmundur var síðan sendur með ónýtan lestarmiða á flugvöllinn. Lestargellan lét hann heyra það og síðan þurfti hann að kaupa rándýran miða í lestinni.

08 nóvember 2005

I gaer fórum vid Ámundi í afmaelisbod til Guggu systur. Tau skötuhjú voru búin ad elda, versla og baka í tvo daga samfleytt til ad gledja gestina.

Tad er skuggalega langt sídan ég hef hitt Guggu á afmaelinu hennar. Hef í mesta lagi verid einu sinni á svaedinu sídan 1990 - en sídan tá höfum vid meira og minna búid á sitthvorum stadnum.

Ingvi og Ragga eignudust sídan hraustan strák í gaernótt (7. nóv eins og Gugga). Vid aetlum ad kíkja á tau á föstudaginn, ekkert betra en ungbarnalykt. Svo eru tau líka med svo saeta putta.

Kári fraendi og Gudrún eiga sídan von á strák í desember, Rakel fraenka og Audunn eiga von á litlu kríli í lok febrúar. Kannski ad ég fái fraenku eda fraenda í afmaelisgjöf???

Sálarballid var bara snilld. Allt morandi í eiturhressum Íslendingum og mikil gledi í gangi. Dansgólfid var pakkad og dúadi í takt vid hoppandi káta Sálaraddáendur.

Myndirnar segja allt sem segja tarf en gera tad nú samt ekki fyrr en í kvöld :o) Ég er geymd í skólanum ad sinna skilaskyldum...

03 nóvember 2005

Nú er skólinn kominn á fullt. Ég held ad thad verdi meira en nóg ad gera thessa önnina :o)

Skjákortid í tölvunni hans Ámunda fór í klessu tegar ad vid vorum í prófunum og nú er búid ad skipta um kort. Í gaer datt sídan internetid út hjá okkur, thannig ad ég fae alltaf nýja og nýja afsökun fyrir thví ad ég er ekki búin ad uppfaera myndirnar mínar...

Nú eru ekki nema tveir dagar í Sálarballid í Köben. Ég veit ekki alveg hvort ég fari til Köben á morgun eda á hinn... Ég vona bara ad internetid og tölvan hagi sér vel á sunnudaginn og tá get ég sett inn myndir af Sálardjamminu góda.