Núna erum við búin að kveðja Önnu og Abba. Helgin var frábær :o)
Byrjuðum á föstudeginum í Köben. Þar kíktum við á litla prinsinn sem Ragga og Ingvi voru að eignast. Hann er algjört æði, svaka sætur og krúttlegur.
Ég, Ámundi, Anna, Abbi og Rósa borðuðum síðan á pakistönskum stað á Istedgade. Ég mæli sko ekki með þessum stað. Við biðum fáránlega lengi eftir matnum og þjónustan var nú ekki merkileg.
Við hittum síðan Guggu og Brynjulf við Tívoli og tökum hring þar. Skoðuðum þar risafiskabúr sem á víst að vera það lengsta í Evrópu. Það var fullt af töff fiskum í búrinum.
Eftir Tívolíið fórum við öll heim til Rósu og Anders, þau búa í Nýhöfn. Þar fengum við íslenskt sælgæti, danskan bjór og jarðarberja Ámundsen.
Við gistum í Nýhöfninni og fengum "ilmandi" beikon og egg í morgunmat. Bara snilld.
Anna og Abbi komu síðan með okkur til Malmö. Við röltum um bæinn, kíktum á kaffihús og fórum í bíó á laugardeginum. Það var agalega fínt.
Við tókum síðan bílaleigubíl á sunnudeginum og kíktum aðeins á nánasta umhverfi. Við tókum hring í Lundi og Helsingborg. Aðalmál dagsins var síðan elgsafarí þar sem strákarnir gáfu elgjunum brauð og hnetur, ég varð dáldið hrædd um að elgirnir tæku sig saman og stöppuðu niður bílinn en það reddaðist nú allt og algjör óþarfi að panikka.
Við brunuðum síðan til Kristianstad og fengum okkur kvöldmat þar. Eftir smávegis labb um miðbæinn fundum við snilldar mangólskan veitingastað og fengum ótrúlega góðan mat þar. Reyndar var þessi veitingastaður fyrsti og síðasti staðurinn sem við fundum í Kristianstad. Við eigum pottþétt eftir að fara þangað aftur einhvern tímann.
Á leiðinni heim sáum við ekki neitt því það var komið svo mikið myrkur. Skelltum okkur síðan í keilu hérna í Malmö og Anna sem þóttist aldrei hafa náð hundrað stigum í keilu brilleraði heldur betur og gerði eintómar fellur...
Það var frábært að fá A-in í heimsókn, tær snilld :o)
Byrjuðum á föstudeginum í Köben. Þar kíktum við á litla prinsinn sem Ragga og Ingvi voru að eignast. Hann er algjört æði, svaka sætur og krúttlegur.
Ég, Ámundi, Anna, Abbi og Rósa borðuðum síðan á pakistönskum stað á Istedgade. Ég mæli sko ekki með þessum stað. Við biðum fáránlega lengi eftir matnum og þjónustan var nú ekki merkileg.
Við hittum síðan Guggu og Brynjulf við Tívoli og tökum hring þar. Skoðuðum þar risafiskabúr sem á víst að vera það lengsta í Evrópu. Það var fullt af töff fiskum í búrinum.
Eftir Tívolíið fórum við öll heim til Rósu og Anders, þau búa í Nýhöfn. Þar fengum við íslenskt sælgæti, danskan bjór og jarðarberja Ámundsen.
Við gistum í Nýhöfninni og fengum "ilmandi" beikon og egg í morgunmat. Bara snilld.
Anna og Abbi komu síðan með okkur til Malmö. Við röltum um bæinn, kíktum á kaffihús og fórum í bíó á laugardeginum. Það var agalega fínt.
Við tókum síðan bílaleigubíl á sunnudeginum og kíktum aðeins á nánasta umhverfi. Við tókum hring í Lundi og Helsingborg. Aðalmál dagsins var síðan elgsafarí þar sem strákarnir gáfu elgjunum brauð og hnetur, ég varð dáldið hrædd um að elgirnir tæku sig saman og stöppuðu niður bílinn en það reddaðist nú allt og algjör óþarfi að panikka.
Við brunuðum síðan til Kristianstad og fengum okkur kvöldmat þar. Eftir smávegis labb um miðbæinn fundum við snilldar mangólskan veitingastað og fengum ótrúlega góðan mat þar. Reyndar var þessi veitingastaður fyrsti og síðasti staðurinn sem við fundum í Kristianstad. Við eigum pottþétt eftir að fara þangað aftur einhvern tímann.
Á leiðinni heim sáum við ekki neitt því það var komið svo mikið myrkur. Skelltum okkur síðan í keilu hérna í Malmö og Anna sem þóttist aldrei hafa náð hundrað stigum í keilu brilleraði heldur betur og gerði eintómar fellur...
Það var frábært að fá A-in í heimsókn, tær snilld :o)