Ásta skásta

21 nóvember 2005

Ég er búin að krækja mér í einhverja hálsbólgu-flensu hérna í útlandinu. Reyndar ekki alvarlega en samt þannig að ég er í ullarsokkum og fullt af öðrum fötum því annars verður mér svo kalt, drrrddrrd.

Gærdagurinn, 20. nóvember, er greinilega mjög vinsæll afmælisdagur. Anna hans Abba, Bebba Sóðabrók og Anton Tómasson voru öll fædd þennan dag. Anna fyrst, svo Bebba og Anton svo í fyrra. Auðvitað vil ég óska þeim öllum til hamingju með daginn :o)

Gugga og Brynjulf komu í heimsókn til okkar í gær. Við borðuðum næstum allan tímann sem þau voru hérna en náðum nú samt að spila smá inn á milli. Í þetta skiptið vann ég ekki nokkurt spil :o(

Ég og Gugga föndruðum síðan smá með marsipan og súkkulaði, svona eins og í gamla daga.