Ásta skásta

25 mars 2005

Elskan hún Eydís Huld á afmæli í dag. Tuttuguogfimm ára krúttkona.

Við Ámundi kíktum á hana um hádegisleytið og það endaði með því að við skelltum okkur á BSÍ og héldum svo samloku- og frönskuveislu hjá afmælisbarninu.

Eftir sjoppufæðið fórum við Ámundi í Esjuferð. Vorum að vígja fullt af dótinu sem ætlar að fara Laugarveginn með okkur. Bæði með nýja stafi og ég í nýjum skóm, buxum og peysu. Ég átti í frekar miklum vandræðum með að koma mér upp, en tók bara eitt skref í einu og eina pásu í einu og það hafðist að lokum. Reyndar fórum við bara að klettunum efst og ákváðum þá að tölta niður á við. Á leiðinni niður fóru nýju fínu stafirnir mínar í ruglið. Festingarnar hættu að virka, ég er nú frekar ósátt við greyið prikin. Ætla að tékka hvort ég fái einhverjar bætur í búðinni... Þetta var nú samt svaka gaman, alla vegna þegar við hættum að labba upp í móti :o)

Nú ætlum við að smella okkur í vöfflupartý hjá mömmu...