Ásta skásta

15 mars 2005

Drösslaðist loksins í ræktina í gær. Löngu kominn tími á það. Datt í hug að það væri barasta sniðugt að tækla tvo fyrir einn og hreyfa mig og horfa á One Tree Hill og Survivor.

Ég kom mér sæmilega vel fyrir á hjóli í Baðhúsinu og af stað. Hélt að ég tæki töluvert lengri tíma í að klæða mig og græja mig þannig að þegar ég byrjaði á hjólinu var Malcolm in the Middle ekki nema hálfnaður þannig að þegar það kom loksins að One Tree Hill þá var ég komin með dofinn rass og handónýt.

En mín klikkaði sko ekki heldur stóð bara upp og fór yfir á hlaupabretti. Nennti ekki að skokka þannig að ég stillti bara á sæmilegan halla og tók kraftgöngu á þetta. Eftir tuttugu mínutur fóru heyrnartólin að gefa frá sér neista í eyrað mitt. Mjög undarlegt. Þannig að nú þurfti ég að flýja yfir í rassabanatækið til að geta horft á þáttinn.

Þegar One Tree Hill var við það að klárast ákvað ég að klára bara þáttinn og smella mér siðan heim. Þá mætir einmitt Kolla úr Njarðvík á svæðið og spyr hvort ég sé búin að hita upp, síðan tekst henni að fá mig með í jógatíma sem var að byrja. Það var þvílíkt ljúft að kíkja í þann tíma og núna er ég með hálfan skammt af harðsperrum og hamingjusöm.

Babbarabbarabbabadminton á eftir :o)