Ásta skásta

07 mars 2005

Afmælið okkar gekk bara nokkuð vel. Byrjuðum á að bjóða nokkrum krílum í kjúklingalæri, franskar og beikonborgara hérna heima. Færðum okkur síðan niður á Pravda um níuleytið og fengum okkur bjór. Ætluðum að hafa einhverja leiki þar en það féll eiginlega niður vegna mikils kæruleysis sem var hlaupið i okkur.

Ég týndi síðan öllu liðinu þegar við Ámundi fórum heim með þær fórnir sem okkur voru færðar þetta kvöld. En rafmagnsliðið var enn á Pravda þegar við mættum aftur og við fórum með þeim yfir á Hressó því við fréttum af ferðum sóðabróka þangað. Fann þær samt ekki á staðnum, þannig að við tjúttuðum aðeins þar en fórum svo bara á Hlölla í ruglið... Tókst einhverra hluta vegna að gleyma þvi að við áttum gommu af kjúkling heima!

Þakka öllum fyrir mætinguna og skemmtunina... Elska ykkur öll :o)