Ásta skásta

18 mars 2005

Svo kemst ég ekkert á MA-Borgó úrslitin eftir allt saman. Á víst deit á ungfrú Suðurland, Ingibjörg Steinunn litla systir hans Ámunda Fannars er að keppa.

Við fáum að borða þriggja rétta máltið á meðan að hún og hinar skvísurnar trítla um sviðið svaka sætar og fínar. Ætli maður fái nokkuð hreyfingarleysis- og átbömmer þá???

En talandi um hreyfingu þá er ég búin að fara tvisvar i ræktina í vikunni, og það er víst þvilíkt afrek hjá mér þessa dagana... Fór í Body-step hjá Unni á miðvikudaginn og var nær dauða en lífi fljótlega eftir að ég byrjaði að hoppa og skoppa um pallinn. Þurfti að flýja fram í miðjum tima og tylla mér þvi annars hefði ég líklega endað flöt á gólfinu. Nú er markmiðið að massa svona tíma, helst tvo í röð og hana nú.

Siðan pantaði ég líka íbúð á Akureyri í gær. Fæ hana i þrjár nætur og er strax búin að fylla hana af frábæru eðalfólki. Þetta verður þvílíkt stuð :o)