Ásta skásta

31 mars 2006

Núna er vika þangað til að ég skelli mér um borð í lest og fer í heimsókn til Hildar og Óskars. Það verður bara gaman að sjá framan í þau og kíkja á ástandið þarna í Århus.

Annars var lítill fugl að hvísla því að mér að sóðabrókagengið og félagar væru á leið í bústað í dag. Pottur og grill, algjör snilld. Vildi bara að ég gæti komið með...
Vona bara að ég komist með einhverjum í bústað þegar ég kem heim, í eina væna átferð - maður borðar aldrei meira en þegar maður er í bústað.

Ég er farinn að sjá fram á það að við getum grillað páskasteikina, allur snjórinn er að hverfa og það verður hlýrra hérna á hverjum degi.

Helgin mín fer öll í að lesa, reikna og skrifa. Eins gott að maður klári verkefnin sem liggja fyrir áður en maður skellir sér í páskafrí.

23 mars 2006

Skólinn er kominn á svaka skrid hjá okkur. Önnin hérna er sjö vikur en sumir kennarana eru ódir í ad ljúka sem mestu fyrir páska, á fyrstu fjórum vikunum, tannig ad madur hefur nóg ad gera núna...

Tad er alltaf nafnakall í einum áfanganum hjá mér. Tad er vodalega undarlegt vegna tess ad nöfnum er radad í stafrófsröd eftir eftirnafni en í nafnakallinu tá les kennarinn bara fyrra nafnid. Tad eru nokkrir nafnar í bekknum og teir eru ekkert ad spá í tad hvar í rödinni teir eru heldur svara bara í hvert skipti sem teir heyra nafnid sitt.

Tad er enntá alltof kalt hjá okkur, ég fer ekki út úr kotinu án tess ad hafa húfu og vettlinga. Mig langar alveg ógurlega ad grilla en madur verdur víst ad bída eftir tví ad snjórinn brádni af grillinu og mér finnst ekki spennandi ad turfa ad grilla med húfu á höfdinu tannig ad ég verd bara ad vona ad vorid fari ad maeta til okkar.

Tad verdur rosalegur lúxus ad komast í páskafrí, ég fae heilar tvaer vikur í frí tar sem ad upptökuprófin koma beint á eftir páskafríinu. Èg aetla ad byrja fríid med tví ad leggja í langferdaleg og heimsaekja Hildi og Òskar í Aarhus. Vid Àmundi erum búin ad splaesa í tvö lítil og krúttleg Nóa-páskaegg og nokkrar íslenskar lambalaerissneidar tannig ad vid verdum med ekta íslenska páska í útlandinu. Mamma aetlar sídan ad heimsaekja okkur í vikunni eftir páska, tad verdur voda gaman ad stússast med henni. Vid aetlum ad kíkja á kjóla til ad nota í brúdkaupinu hjá Guggu og Brynjulf, svo getur vel verid ad madur dragi "ömmuna" inn í nokkrar krílabúdir...

Nú er ég farin ad finna fyrir leikfimiaefingunum hjá litla krílinu okkar. Àkjósanlegasti tíminn fyrir spriklid virdist vera tegar ég sit fyrir framan tölvuna. Tessi spörk finnast ekki mikid utanfrá en Àmundi er nú samt búinn ad finna fyrir smá hasar. Tad er nú samt greinilegt ad styrkurinn hjá krílinu er ad aukast og ég veit ekki alveg hvernig tetta endar allt saman.

19 mars 2006

Þá erum við heldur betur flutt, búin með prófin og reyndar líka fyrstu vikuna af nýju önninni.

Við erum búin að koma okkur ógurlega vel fyrir á nýja staðnum. Við vorum ógurlega dugleg að næla okkur í notaðar græjur og fengum sófa, matarborð, stóla og uppþvottavél á góðum díl. Við erum sko alveg í skýjunum með nýja dótið okkar, sérstaklega sófann og uppþvottavélina. Algjört lúxuslíf á okkur :o)

Annars skutumst við í "stutta og netta" IKEA ferð í gær til að næla í smotterí eins og glös, ljós og bókahillur. Þar sem við eigum engan bíl í útlandinu þá þurfum við að taka tvo strætisvagna til að komast í IKEA. Við misstum okkur ekkert í búðinni og vorum agalega hagsýn - við hefðum reyndar ekki verið alveg eins hagsýn ef Ámundi hefði orðið eftir heima...
Ámundi var síðan settur í að bera hilluna, sem var ekkert ógurlega létt og ég trítlaði um í kringum hann með poka fullan af öllu hinu dótinu sem við keyptum. Það er smá spölur í strætóskýlið hjá IKEA og ekkert ógurlega auðvelt að drösla hillunni þangað. Við vorum svona líka agalega lukkuleg með nýja dótið okkar þangað til að fúli strætógaurinn neitaði að hleypa okkur inn í strætóinn með nýju fínu hilluna. Þegar strætóinn keyrði í burtu og við vorum ein eftir í strætóskýlinu þá var sko ekki eintóm gleði við völd... ég yrði nú ekki hissa ef sumir hefðu fengið hiksta!
Þar sem að það kom ekki til greina fyrir okkur að splæsa í bílaleigutrukk (sem kostar meira en hillan) til að koma hillunni heim þá urðum við bara að gjöra svo vel að fara með hilluna aftur í IKEA og skila henni :o(
Þannig að nú eigum við glös og dótarí en enga fína hillu.

Sænska Eurovison undankeppnin var í gærkvöldi og við buðum nokkrum fínum gestum heim til að fylgjast með herlegheitunum. Gestirnir voru agalega lukkulegir með fína sófann og nýju glösin og við höfðum það ferlega notalegt. Það kom engum á óvart að Carola sigraði keppnina en við vorum nú samt ekki sammála því að hún væri með fínasta lagið, en það er víst ekki alltaf besta lagið sem kemst áfram.

Nú ætla ég að skella inn myndum svo þið getið fengið að sjá nýju íbúðina okkar, en ef þið eigið einhvern tímann leið um hverfið þá er um að gera að kíkja við...

09 mars 2006

Próf dagsins gekk vel og ég er ógurlega glöð kona í dag.

Ámundi á afmæli í dag og nú er ég á leiðinni heim til að borða köku. Afmæliskökur eru einmitt alltaf bestu kökurnar :o)

Annars er ég með heimapróf í gangi og við ætlum að flytja um helgina. Nóg að gera, nóg af gleði...

02 mars 2006

Þá er lítil frænka komin í heiminn. Rakel og Auðunn eignuðust stelpu um miðjan dag í gær. Ég fæ víst ekki að sjá prinsessuna fyrr en ég kem heim í maí en þá verður nú heldur betur gaman að knúsa hana.

Annars er það í fréttum að við erum komin með lykla að nýju íbúðinni okkar. Við flytjum samt ekki inn strax. Strákarnir ætla að mála fyrir okkur og jafnvel að skella parketi á herbergin. Það hentar okkur nú bara ágætlega að flytja inn i nýmálaða og glæsilega íbúð beint eftir prófin. Eintóm gleði.