Þá erum við heldur betur flutt, búin með prófin og reyndar líka fyrstu vikuna af nýju önninni.
Við erum búin að koma okkur ógurlega vel fyrir á nýja staðnum. Við vorum ógurlega dugleg að næla okkur í notaðar græjur og fengum sófa, matarborð, stóla og uppþvottavél á góðum díl. Við erum sko alveg í skýjunum með nýja dótið okkar, sérstaklega sófann og uppþvottavélina. Algjört lúxuslíf á okkur :o)
Annars skutumst við í "stutta og netta" IKEA ferð í gær til að næla í smotterí eins og glös, ljós og bókahillur. Þar sem við eigum engan bíl í útlandinu þá þurfum við að taka tvo strætisvagna til að komast í IKEA. Við misstum okkur ekkert í búðinni og vorum agalega hagsýn - við hefðum reyndar ekki verið alveg eins hagsýn ef Ámundi hefði orðið eftir heima...
Ámundi var síðan settur í að bera hilluna, sem var ekkert ógurlega létt og ég trítlaði um í kringum hann með poka fullan af öllu hinu dótinu sem við keyptum. Það er smá spölur í strætóskýlið hjá IKEA og ekkert ógurlega auðvelt að drösla hillunni þangað. Við vorum svona líka agalega lukkuleg með nýja dótið okkar þangað til að fúli strætógaurinn neitaði að hleypa okkur inn í strætóinn með nýju fínu hilluna. Þegar strætóinn keyrði í burtu og við vorum ein eftir í strætóskýlinu þá var sko ekki eintóm gleði við völd... ég yrði nú ekki hissa ef sumir hefðu fengið hiksta!
Þar sem að það kom ekki til greina fyrir okkur að splæsa í bílaleigutrukk (sem kostar meira en hillan) til að koma hillunni heim þá urðum við bara að gjöra svo vel að fara með hilluna aftur í IKEA og skila henni :o(
Þannig að nú eigum við glös og dótarí en enga fína hillu.
Sænska Eurovison undankeppnin var í gærkvöldi og við buðum nokkrum fínum gestum heim til að fylgjast með herlegheitunum. Gestirnir voru agalega lukkulegir með fína sófann og nýju glösin og við höfðum það ferlega notalegt. Það kom engum á óvart að Carola sigraði keppnina en við vorum nú samt ekki sammála því að hún væri með fínasta lagið, en það er víst ekki alltaf besta lagið sem kemst áfram.
Nú ætla ég að skella inn myndum svo þið getið fengið að sjá nýju íbúðina okkar, en ef þið eigið einhvern tímann leið um hverfið þá er um að gera að kíkja við...
Við erum búin að koma okkur ógurlega vel fyrir á nýja staðnum. Við vorum ógurlega dugleg að næla okkur í notaðar græjur og fengum sófa, matarborð, stóla og uppþvottavél á góðum díl. Við erum sko alveg í skýjunum með nýja dótið okkar, sérstaklega sófann og uppþvottavélina. Algjört lúxuslíf á okkur :o)
Annars skutumst við í "stutta og netta" IKEA ferð í gær til að næla í smotterí eins og glös, ljós og bókahillur. Þar sem við eigum engan bíl í útlandinu þá þurfum við að taka tvo strætisvagna til að komast í IKEA. Við misstum okkur ekkert í búðinni og vorum agalega hagsýn - við hefðum reyndar ekki verið alveg eins hagsýn ef Ámundi hefði orðið eftir heima...
Ámundi var síðan settur í að bera hilluna, sem var ekkert ógurlega létt og ég trítlaði um í kringum hann með poka fullan af öllu hinu dótinu sem við keyptum. Það er smá spölur í strætóskýlið hjá IKEA og ekkert ógurlega auðvelt að drösla hillunni þangað. Við vorum svona líka agalega lukkuleg með nýja dótið okkar þangað til að fúli strætógaurinn neitaði að hleypa okkur inn í strætóinn með nýju fínu hilluna. Þegar strætóinn keyrði í burtu og við vorum ein eftir í strætóskýlinu þá var sko ekki eintóm gleði við völd... ég yrði nú ekki hissa ef sumir hefðu fengið hiksta!
Þar sem að það kom ekki til greina fyrir okkur að splæsa í bílaleigutrukk (sem kostar meira en hillan) til að koma hillunni heim þá urðum við bara að gjöra svo vel að fara með hilluna aftur í IKEA og skila henni :o(
Þannig að nú eigum við glös og dótarí en enga fína hillu.
Sænska Eurovison undankeppnin var í gærkvöldi og við buðum nokkrum fínum gestum heim til að fylgjast með herlegheitunum. Gestirnir voru agalega lukkulegir með fína sófann og nýju glösin og við höfðum það ferlega notalegt. Það kom engum á óvart að Carola sigraði keppnina en við vorum nú samt ekki sammála því að hún væri með fínasta lagið, en það er víst ekki alltaf besta lagið sem kemst áfram.
Nú ætla ég að skella inn myndum svo þið getið fengið að sjá nýju íbúðina okkar, en ef þið eigið einhvern tímann leið um hverfið þá er um að gera að kíkja við...