Ásta skásta

25 apríl 2005

Í dag er átján ára afmælið hennar Önnu systur. Til hamingju sæta mín.

Ég var ekkert smá ánægð þegar hún mætti í heiminn, loksins var ég ekki yngst og minnst i fjölskyldunni. (Nú er það reyndar Gugga sem er minnst!!!) Það var ótrúlega gaman að leika við hana og leika sér að henni, nema náttla þegar hún var að skæla greyið. Það er ennþá gaman að leika við hana og ég mæli með því að þeir sem vilja skemmta sér prufi að kitla hana.

Hún var mjög danselskandi kríli og stundaði það mikið að dansa berrössuð fyrir framan vini hennar Guggu þannig að Gugga missti kúlið og þurfti að skammast sín fyrir erótísku systur sína :o)

En núna er stelpan orðin stór og ég ætla rétt að vona að hún sé löngu hætt að dilla sér fyrir framan vini hennar Guggu. Reyndar vona ég að hún dansi yfirhöfuð ekki mikið berrössuð, nema þá kannski bara smá pínku ponku i sturtunni þegar að enginn sér!

En alla vegna er hún orðin stór og sæt i dag, sjálfráða og Sjallahæf.


Anna afmælisstelpa Posted by Hello

Kolla rafmagnsskvísa með meiru átti afmæli í gær. Hún varð sem sagt tuttuguogfjögurra ára þann tuttugastaogfjórða, það er stíll yfir því :o)

23 apríl 2005

jæja, jæja krakkar...

Það er víst dálítið langt síðan ég fór í brúðkaupið og ekkert nýtt hefur ratað inn á þessa síðu.

Brúðkaupið gekk vel, allir sem áttu að segja já sögðu já og brostu út að eyrum. Þarna var fullt af fólki og matur fyrir miklu fleiri. Ég, Anna og Gugga kíktum til Önnu og Emils og tjúttuðum þar með Njarðvíkurpíunum. [og auðvitað Ámundi hinn helmingurinn minn líka] Það var brjálað gaman og Emil sagði að við hefðum heldur betur hrist upp í kofanum þegar að við tjúnuðum græjurnar :o)

Nú er víst komið sumar og ég óska öllum til hamingju með það... þakka í leiðinni fyrir liðin sumur eins og hann Ámundi er farinn að gera.

Þessi helgi er heldur betur í rólegri kantinum og meininginn er að komast i gott lærustuð og láta það endast fram í miðjan maí. Það gengur svona ágætlega en ég er samt frekar dugleg að stelast í bíó og fór meira að segja á dávaldinn á Broadway í gær.

Þemað hjá dávaldinum var kynlíf og hann fékk dáleidda liðið í alls kyns stellingar og þess háttar. Þetta var frekar fyndið og maður gat alveg sigtað út týpurnar eftir því hversu æst liðið var í að skemmta sér með stólunum sínum...

Á sumardaginn fyrsta settum við stelpurnar upp massíft fínt loftnet, lóðréttan kvartbylgjugaur. Við náðum sambandi við einhverja kana sem voru staddir heima hjá sér langt, langt í burtu. Reyndar var það Villi kennari sem ræddi málin við kanana því við kunnum ekki að morsa, ætlum jafnvel að bæta úr því í sumar og ná okkur í próf! Þetta var svaka gaman :o) Skelli ef til vill inn mynd af gripnum seinna.

07 apríl 2005

Stór helgi framundan...

Anna systir kemur suður á morgun :o) Hlakka þvílíkt til að sjá hana.

Aðalfundur VIR á morgun. Það verður eintóm gleði og þvílíkur glaumur. Hver veit nema maður taki lagið. Fyrir tveimur árum vann ég keppni kvöldsins, sem var reyndar ekki söngkeppni. Ég þarf samt aðeins að hemja mig í veisluhöldunum í þetta skiptið af því að laugardagurinn er líka stór dagur og þá er ekki vinsælt að ég verði gegnsæ af þynnku.

Á laugardaginn fer ég nefnilega í klippingu, þarf að vakna fyrir allar aldar og bruna til Keflavíkur. Anna systir var að tala um að koma með mér og það verður bara gaman. Eftir klippinguna er stefnan tekin á brúðkaup hjá Rakel frænku og Auðunni unnustanum hennar. Það verður þvílík lukka, grillmatur og danserí. Anna, Sigga og fleiri Njarðvíkuskvísur ætla líka að skella sér á djammið þannig að þetta verður endalaust stuð.

Svo þarf ég víst líka að læra eitthvað um helgina.... og kannski kíkja í stærðfræðibók með litlu systur og sjá til hvort það verði eitthvað gagn í mér.