jæja, jæja krakkar...
Það er víst dálítið langt síðan ég fór í brúðkaupið og ekkert nýtt hefur ratað inn á þessa síðu.
Brúðkaupið gekk vel, allir sem áttu að segja já sögðu já og brostu út að eyrum. Þarna var fullt af fólki og matur fyrir miklu fleiri. Ég, Anna og Gugga kíktum til Önnu og Emils og tjúttuðum þar með Njarðvíkurpíunum. [og auðvitað Ámundi hinn helmingurinn minn líka] Það var brjálað gaman og Emil sagði að við hefðum heldur betur hrist upp í kofanum þegar að við tjúnuðum græjurnar :o)
Nú er víst komið sumar og ég óska öllum til hamingju með það... þakka í leiðinni fyrir liðin sumur eins og hann Ámundi er farinn að gera.
Þessi helgi er heldur betur í rólegri kantinum og meininginn er að komast i gott lærustuð og láta það endast fram í miðjan maí. Það gengur svona ágætlega en ég er samt frekar dugleg að stelast í bíó og fór meira að segja á dávaldinn á Broadway í gær.
Þemað hjá dávaldinum var kynlíf og hann fékk dáleidda liðið í alls kyns stellingar og þess háttar. Þetta var frekar fyndið og maður gat alveg sigtað út týpurnar eftir því hversu æst liðið var í að skemmta sér með stólunum sínum...
Á sumardaginn fyrsta settum við stelpurnar upp massíft fínt loftnet, lóðréttan kvartbylgjugaur. Við náðum sambandi við einhverja kana sem voru staddir heima hjá sér langt, langt í burtu. Reyndar var það Villi kennari sem ræddi málin við kanana því við kunnum ekki að morsa, ætlum jafnvel að bæta úr því í sumar og ná okkur í próf! Þetta var svaka gaman :o) Skelli ef til vill inn mynd af gripnum seinna.
Það er víst dálítið langt síðan ég fór í brúðkaupið og ekkert nýtt hefur ratað inn á þessa síðu.
Brúðkaupið gekk vel, allir sem áttu að segja já sögðu já og brostu út að eyrum. Þarna var fullt af fólki og matur fyrir miklu fleiri. Ég, Anna og Gugga kíktum til Önnu og Emils og tjúttuðum þar með Njarðvíkurpíunum. [og auðvitað Ámundi hinn helmingurinn minn líka] Það var brjálað gaman og Emil sagði að við hefðum heldur betur hrist upp í kofanum þegar að við tjúnuðum græjurnar :o)
Nú er víst komið sumar og ég óska öllum til hamingju með það... þakka í leiðinni fyrir liðin sumur eins og hann Ámundi er farinn að gera.
Þessi helgi er heldur betur í rólegri kantinum og meininginn er að komast i gott lærustuð og láta það endast fram í miðjan maí. Það gengur svona ágætlega en ég er samt frekar dugleg að stelast í bíó og fór meira að segja á dávaldinn á Broadway í gær.
Þemað hjá dávaldinum var kynlíf og hann fékk dáleidda liðið í alls kyns stellingar og þess háttar. Þetta var frekar fyndið og maður gat alveg sigtað út týpurnar eftir því hversu æst liðið var í að skemmta sér með stólunum sínum...
Á sumardaginn fyrsta settum við stelpurnar upp massíft fínt loftnet, lóðréttan kvartbylgjugaur. Við náðum sambandi við einhverja kana sem voru staddir heima hjá sér langt, langt í burtu. Reyndar var það Villi kennari sem ræddi málin við kanana því við kunnum ekki að morsa, ætlum jafnvel að bæta úr því í sumar og ná okkur í próf! Þetta var svaka gaman :o) Skelli ef til vill inn mynd af gripnum seinna.