Ásta skásta

28 febrúar 2005

Það voru gjörsamlega næstum allir í Köben um helgina. Heiður og Jói ákváðu fyrir löngu síðan að skella sér og svo skelltum við Anna María okkur bara með í partýið.

Við versluðum aðeins, drukkum nokkra bjóra, borðuðum svolítið á Hereford, djömmuðum smávegis og skemmtum okkar þvílíkt vel þessa köldu, köldu helgi í Köben.

Setti inn nokkrar myndir...

Takk fyrir helgina allir :o)


Gugga spiser í Danmark Posted by Hello


Anna fékk nammi í Nettó Posted by Hello


Alltaf gaman í Nettó þegar víndeildin er opin Posted by Hello


Allir mættir á Istedgade í Köben á leið í partý Posted by Hello


Svanhildur og Ísafold voru duglegar á læknadjamminu Posted by Hello


Gugga góða stelpa að gefa rauða krossinum fatahrúgu. Posted by Hello


Anna og Gugga að borða á sunnudagskvöldi Posted by Hello


Brynjulf og ég líka að borða Posted by Hello

24 febrúar 2005

Mig vantar einhvern til að koma með mér á námskeið í dag- og kvöldförðun hjá NO NAME. Ámundi gaf mér gjafabréf á svoleiðis í afmælisgjöf. Mig grunar að hann verði alltaf hræddari og hræddari þegar ég bölva maskaranum fyrir fram spegilinn um helgar...

Snilldarnámskeið vantar bara einhverja snilldarstúlku til að halda í höndina á mér meðan ég læri öll trikkin.

Ég átti ljómandi fínan gærdag, fékk fullt af fínum afmælis-sms-um og var þvílíkt lukkuleg með þetta :o)

Ég fór að veiða eyrnalokka í Kringlunni með Heiði og það gekk bara nokkuð bærilega. Lenti nú samt í smá vandræðum í gærkvöldi þegar ég skipti yfir í næturlokkana og þurfti að fá Ámunda minn til að stinga lokknum í gegn.

Sóðabrækurnar komu síðan í pítsupartý á Klapparstíginn og pípan var dreginn upp. Það kom nú samt svoldið á óvart að það var aðallega reykingafólkið í hópnum sem höndlaði ekki pipugreyið.

Setti inn nokkrar myndir sem ég tók í gær :o)


Heiður með nýju eyrnalokkana sina Posted by Hello


Strákurinn að blása Posted by Hello


Kónga í ruglinu Posted by Hello


Afmælisgestir Posted by Hello


Afmælisbarnið í miklum ham Posted by Hello

23 febrúar 2005

Hér með er stelpan orðin tuttuguogfimm ára...

eða þrjúhundruð mánaða...

eða níuþúsundeitthundraðþrjátíuogtveggja daga...

en samt ekki ein hrukka :o)

22 febrúar 2005

Stelpan steig á sléttujárnið sitt og braut það :o(

21 febrúar 2005

Þá er konudagurinn liðinn. Strákurinn gaf stelpunni svaka, svaka fín nærföt og vaskaði upp meira og minna allan daginn. Það verður erfitt fyrir hann að slá þetta út á næsta ári. Ég ætla nú samt að taka stefnuna á árlegt matarboð daginn fyrir konudaginn það sem eftir er og losa mig þannig við að vaska upp fleiri þúsund glös :o)

Tommi átti afmæli í gær. Hann er orðinn tuttuguogfimm ára eins og svo margir vinir mínir verða á árinu. Óska honum innilega til hamingju með það!

18 febrúar 2005

Afmælisfréttir

Við Ámundi erum hér með búin að bóka sal laugardaginn 5. mars og ætlum þá að blása til veislu. Það verður eintóm gleði og mikið líf og fjör.

Þeir sem vilja fá boðskort í gleðina skulu skrá sig með commenti og þau berast síðan hverjum og einum þegar að nær dregur hátíðinni miklu :o)

17 febrúar 2005

Nú er mín mætt aftur í vinnuna, í tvo hálfa daga. Átti reyndar að vera hérna fyrir tveimur vikum en það datt upp fyrir.

Það var bara gaman að hitta strákana aftur, þeir eru núna farnir í fylleríisferð á Flúðir og ég skil ekkert í því að ég skuli sitja ein eftir :o(

Ég er nú að skanna heimasíður á stöðum í Reykjavík til þess að velja einhvern stað til að halda afmælispartý með Ámunda. Eigið þið einhvern uppáhaldsstað???

11 febrúar 2005

Jebb, jebb ég er eðalnörd. Borgar sig ekki að hækka neitt i nördagráðunni.

Annars er ég búin að eiga í smávegis nördavandræðum með eyrnalokkana mína. Þeir þvælast miklu meira fyrir mér en ég hélt að þeir myndu gera. Ég er nokkuð oft búin að rífa i þá þegar ég er að þurrka á mér höfuðið og þegar mig klæjar í eyrað. Gleymi þeim alltaf og er svo skyndilega farin að stinga þeim inn í höfuðið mitt eða að snúa upp á þá. Hef líka stundum verið í ruglinu þegar ég fer að sofa, ég sef yfirleitt alltaf á hliðinni en nú þarf ég að spá í að koma eyrnalokkunum fyrir svo mér verði ekki illt í eyrunum næsta dag.

Mér var sagt að vera ferlega dugleg að hreinsa eyrnasneplana með própanóli í ca 4-6 vikur, en ég hætti því eftir tvær samviskusamar vikur og fékk síðan vessa í annað gatið stuttu seinna þannig að nú held ég áfram að þjónusta eyrað með própanóli einu sinni á dag. Var síðan eitthvað að vandræðast við að losa festinguna og átti í nettum vandræðum með það, og loksins þegar ég gat það þorði ég ekki að taka lokkinn úr því mig klýjaði svo við því að koma honum aftur i eyrað!!! Vona bara að ég komist upp með að skipta um eyrnalokka við hátíðlega athöfn þegar ég verð tuttuguogfimm ára gömul kella.

Það er bara róleg læruhelgi framundan hjá mér, nú er meiningin að ná upp smá lestri og vera á réttum stað í einhverjum fögum :o)


I am nerdier than 43% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

07 febrúar 2005

Reykingapakk.... Einhver úr reykingaliðinu gerði gat á jakkann minn á laugardaginn. Hlakka til þegar það verður bannað að reykja á skemmtistöðum. Þá þarf maður ekki að höndla eins mikla þynnku og eftir að hafa setið í þykkum reykjarmökki í nokkra klukkutíma. Eins líka með fötin, þau koma þá oftar heil heim og ekki eins illa lyktandi.

Ég er ekkert pirruð á reykingafólki sem gerir gat á jakkann minn!!!!!!!!!!!!!!!!

Kónga og Ingibjörn eru afmælisfólk dagsins, geta varla talist börn lengur... hehe... Til hamingju með það!

Þau tóku bæði forskot á sæluna og eru búin að halda afmælispartý. Ingibjörn hélt upp á afmælið sitt á laugardaginn. Það var bara gaman :o) Við Ásdís fórum saman í strætóferð langt upp í Breiðholt, þar sem Bragi Switchblade Muthafucka ræður víst ríkjum.

Eftir afmælið ferðaðist ég aftur í bæinn á stórum bunka af Grapewine með Oddi, Krissa og Steina sem gaf mér massafín gleraugu. Við tjúttuðum á Celtic og einhver vitleysingur hellti yfir mig heilum bolla af kaffi (hver drekkur eiginlega kaffi á djamminu???). Komum auga á tvær portkonur á leið okkar fra Celtic niðrá Hressó og það voru ekki lítil hormónahljóð í þeim.

Er ekki frá því að ég sé ennþá dáldið þunn og núna finnst mér bara ágæt tilhugsun að hætta allri drykkju þangað til að ég verð tuttuguogfimm ára.

03 febrúar 2005

Var að rekast á bloggið hjá Sigrúnu og Viktoríu. Þær eru í einhverri klikkaðri heimsreisu og verða lengi, lengi á ferðinni. Sett inn link undir Sigrún í ferðalagi hérna til hægri.

Iss, ég er að bölva því að vera ekki búin að fara í Evrópuflakk og þær eru að tækla næstum allan heiminn... eða svoleiðis.

02 febrúar 2005

Þrjár vikur í afmælið hjá stelpunni og þrjár vikur í að stelpan prufi að setja einhverja aðra eyrnalokka í tveggja vikna gömlu götin sín. Svo eru fimm vikur í að strákurinn sem stelpan er skotin í eigi afmæli. Þá verða stelpan og strákurinn orðin 25 ára hvort, og götin verða þá sjö vikna (reyndar einum degi yngri).

01 febrúar 2005

Gleðifréttir:

Heiður og Jói eru að kaupa íbúð. Ég hef fulla trú á því að íbúðin standi við Grandaveg 7 svona eins og bókin. Annars gæti nú líka verið að ég sé að misskilja það.

Heiður segir að það sé tilvalið að halda garðpartý í íbúðinni og ég hlakka mikið til að mæta í grillveislurnar þangað í sumar.

Skál fyrir Heiði og Jóa og gleðidögum í nýju ibúðinni :o)