Ásta skásta

11 febrúar 2005

Jebb, jebb ég er eðalnörd. Borgar sig ekki að hækka neitt i nördagráðunni.

Annars er ég búin að eiga í smávegis nördavandræðum með eyrnalokkana mína. Þeir þvælast miklu meira fyrir mér en ég hélt að þeir myndu gera. Ég er nokkuð oft búin að rífa i þá þegar ég er að þurrka á mér höfuðið og þegar mig klæjar í eyrað. Gleymi þeim alltaf og er svo skyndilega farin að stinga þeim inn í höfuðið mitt eða að snúa upp á þá. Hef líka stundum verið í ruglinu þegar ég fer að sofa, ég sef yfirleitt alltaf á hliðinni en nú þarf ég að spá í að koma eyrnalokkunum fyrir svo mér verði ekki illt í eyrunum næsta dag.

Mér var sagt að vera ferlega dugleg að hreinsa eyrnasneplana með própanóli í ca 4-6 vikur, en ég hætti því eftir tvær samviskusamar vikur og fékk síðan vessa í annað gatið stuttu seinna þannig að nú held ég áfram að þjónusta eyrað með própanóli einu sinni á dag. Var síðan eitthvað að vandræðast við að losa festinguna og átti í nettum vandræðum með það, og loksins þegar ég gat það þorði ég ekki að taka lokkinn úr því mig klýjaði svo við því að koma honum aftur i eyrað!!! Vona bara að ég komist upp með að skipta um eyrnalokka við hátíðlega athöfn þegar ég verð tuttuguogfimm ára gömul kella.

Það er bara róleg læruhelgi framundan hjá mér, nú er meiningin að ná upp smá lestri og vera á réttum stað í einhverjum fögum :o)