Ásta skásta

28 júní 2004

Það varð lítið úr myndatöku um helgina. Myndavélin var bara þæg og prúð ofaní skúffu heima hjá mér. Þannig að það verða bara myndir í boði eftir næstu helgi, en þá verð ég einmitt á ættarmóti á Hellissandi. Það er nú líka kannski eins gott að myndavélin kom ekki með af því að við vorum bara í ruglinu :o)

Fór nú samt á skrall á föstudaginn. Oddur konungur bauð í útgáfupartý á Kaffi list. Þar kom saman fullt af liði, flestir voru nú ansi miklar týpur. En þar hitti ég Ásdísi, Guillo og Gunna (og líka Gunna vin hans Gunna). Ámundi var líka á svæðinu en var ekki lengi að stinga af með vinum sínum. Ég, Ásdís og Guillo tókum því bara til við að tvista og drekka ókeypis veigarnar sem voru í boðinu :o)
Við fórum síðan þrjú saman á Hverfis og dilluðum okkur aðeins meira. Þar tókst mér síðan að stinga Ásdísi og Guillo af, og Guillo stakk líka Ásdísi af þannig að hún varð bara að bjarga sér greyið...
Ég fór síðan yfir á Prikið og tjúttaði þar í góðum gír með Eyþóri Njarðvíkurgaur og djammara með meiru.
Hitti síðan Ámunda og við skriðum upp í taxi og bjölluðum í pítsugaurinn sem kom með pítsu handa okkur eftir að við steinsofnuðum í sófanum. Við getum sem sagt ekki fengið að panta pítsu á Hróa næstu helgar :o(

Tók svo þynnkuna heldur betur út á laugardaginn og Kónga fór með mig á Style-inn og fannst ég agalegt grey. Annars fór dagurinn bara í vidjógláp og rugl.

25 júní 2004

Jæja var að koma úr mat... og það er alltaf sama umræðan í matartímanum. Fótbolti!

Hvernig ætli það sé með þessa gaura. Er það fótboltinn sem þeir hafa áhuga á eða hafa þeir bara áhuga á því að geta tekið þátt í umræðunum í matartímanum??? Eða eins og Abbi vinur hans Ámunda sagði: maður verður að fylgjast aðeins með fótboltanum svo að fólk haldi ekki að maður sé hinsegin!

Annars var ég búin að ákveða að rölta Fimmvörðuhálsinn á morgun. En miðað við veðrið í dag þá nenni ég varla að fara á morgun. Hver kom eiginlega með þessa rigningu...?? Og ekki nóg með að það rigni heldur á líka að hvessa á morgun. Mér lýst ekki á blikuna. Vona bara að stelpurnar hætti við á undan mér :o( Var meira að segja búin að dobbla Ámunda til að skella sér með og fíla ekki að vera aumingi og hætta við útaf nokkrum saklausum vatnsdropum..

Þetta kemur bara í ljóst. Annað hvort skelli ég fjallamyndum eða djammmyndum inn á mánudaginn...

Oddur er nebbla búinn að blása til enn einnar "annan hvern föstudag veislu" í tilefni af útgáfu Grapevine. Býst við að ég kíki þangað hvort sem ég verð maður eða mús varðandi fimmvörðuna.

24 júní 2004

Audds Anna sæta skvísa er búin að setja inn nokkrar djammmyndir síðan á laugardaginn inn á myndasíðuna sína... Það er sko önnu myndir í myndalinkunum...

Skylda að kíkja á það

21 júní 2004

Svo fórum við til Thailands og höfðum það agalega gott. Þar var allt næstum ókeypis og í restina var maður farinn að gera veður út af einhverjum 20 köllum í verðmismun. Iss, það er nú meira hvað maður getur brenglast :o)
Þar fórum við á fílabak og alls konar, getið bara kíkt á myndirnar og skoðað þær ef þið viljið vita meira um Thailands hlutann. Svo getið þið líka bara bjallað í mig (6942302).

Eftir allt Asíuferðalagið stoppaði ég í þrjá daga í London. Þar hafði ég það ægilega gott með Siggu og Guggu systur..
Kom eldsnemma til London, vélin lenti klukkan 5:50 eða eitthvað aðeins fyrir það. Svo tók tvo eða þrjá klukkutíma að komast heim til Siggu. Reyndar ferðaðist ég bara með lestum og svo kom Gugga sæta systir mín og sótti mig á lestarstöðina. Hún fórnaði sér heldur betur með að gera það því að hún fékk fullt á fótsærum á leiðinni. Ég var ekkert þreytt þegar ég kom til þeirra, gat alla vegna ekki hugsað mér að fara að sofa því veðrið var svo æðislegt. Við drifum okkur því bara út og niður í bæ, það má kannski orða það öðruvísi heldur en að við drifum okkur því það tók okkur alla vegna þrjá tíma að fara allar í sturtur og hafa okkur til!!!

Deginum var síðan vel varið í túristaferð um London. Uppi á annarri hæð í strætó. Klikkaði ekki að við ferðuðumst um á opna hlutanum á efri hæðinni og bæði Sigga og Gugga tóku góðan lit. Í þessari túristaferð sáum við allt sem vert er að sjá í London, keyrðum yfir fjöldan allan af brúum sem liggja yfir Thames og þræddum allar götur miðbæjarins óendanlega oft.
Fengum okkur alvöru fish and chips á Sherlock pub og stelpurnar voru agalega duglegar að taka myndir, ég var komin með einhvern doða í myndaputtann eftir asíuklikkunina.
Kvöldið endaði síðan í leikhúsi þar sem við sáum Mamma Mia. Það var hreint út sagt geðveikislega flott. Ótrúlega gaman :o) Það versta var samt að ég var orðin svo þreytt eftir daginn og tímamismuninn að ég átti erfitt með að halda mér vakandi. Gugga systir skemmti sér konunglega yfir að sjá mig hrökkva upp af og til eftir hlé. Þetta er samt ekkert svo skrítið því að klukkan var orðin fjögur eða fimm um nóttina á Thailands tíma undir restina af leikritinu.