Ásta skásta

25 júní 2004

Jæja var að koma úr mat... og það er alltaf sama umræðan í matartímanum. Fótbolti!

Hvernig ætli það sé með þessa gaura. Er það fótboltinn sem þeir hafa áhuga á eða hafa þeir bara áhuga á því að geta tekið þátt í umræðunum í matartímanum??? Eða eins og Abbi vinur hans Ámunda sagði: maður verður að fylgjast aðeins með fótboltanum svo að fólk haldi ekki að maður sé hinsegin!

Annars var ég búin að ákveða að rölta Fimmvörðuhálsinn á morgun. En miðað við veðrið í dag þá nenni ég varla að fara á morgun. Hver kom eiginlega með þessa rigningu...?? Og ekki nóg með að það rigni heldur á líka að hvessa á morgun. Mér lýst ekki á blikuna. Vona bara að stelpurnar hætti við á undan mér :o( Var meira að segja búin að dobbla Ámunda til að skella sér með og fíla ekki að vera aumingi og hætta við útaf nokkrum saklausum vatnsdropum..

Þetta kemur bara í ljóst. Annað hvort skelli ég fjallamyndum eða djammmyndum inn á mánudaginn...

Oddur er nebbla búinn að blása til enn einnar "annan hvern föstudag veislu" í tilefni af útgáfu Grapevine. Býst við að ég kíki þangað hvort sem ég verð maður eða mús varðandi fimmvörðuna.