Ásta skásta

28 júní 2004

Það varð lítið úr myndatöku um helgina. Myndavélin var bara þæg og prúð ofaní skúffu heima hjá mér. Þannig að það verða bara myndir í boði eftir næstu helgi, en þá verð ég einmitt á ættarmóti á Hellissandi. Það er nú líka kannski eins gott að myndavélin kom ekki með af því að við vorum bara í ruglinu :o)

Fór nú samt á skrall á föstudaginn. Oddur konungur bauð í útgáfupartý á Kaffi list. Þar kom saman fullt af liði, flestir voru nú ansi miklar týpur. En þar hitti ég Ásdísi, Guillo og Gunna (og líka Gunna vin hans Gunna). Ámundi var líka á svæðinu en var ekki lengi að stinga af með vinum sínum. Ég, Ásdís og Guillo tókum því bara til við að tvista og drekka ókeypis veigarnar sem voru í boðinu :o)
Við fórum síðan þrjú saman á Hverfis og dilluðum okkur aðeins meira. Þar tókst mér síðan að stinga Ásdísi og Guillo af, og Guillo stakk líka Ásdísi af þannig að hún varð bara að bjarga sér greyið...
Ég fór síðan yfir á Prikið og tjúttaði þar í góðum gír með Eyþóri Njarðvíkurgaur og djammara með meiru.
Hitti síðan Ámunda og við skriðum upp í taxi og bjölluðum í pítsugaurinn sem kom með pítsu handa okkur eftir að við steinsofnuðum í sófanum. Við getum sem sagt ekki fengið að panta pítsu á Hróa næstu helgar :o(

Tók svo þynnkuna heldur betur út á laugardaginn og Kónga fór með mig á Style-inn og fannst ég agalegt grey. Annars fór dagurinn bara í vidjógláp og rugl.