Ásta skásta

31 janúar 2005

Laugavegurinn:

Er búin að bóka níu pláss í skála til að ganga Laugaveginn 5. til 8. júlí. Síðan verður örugglega tekin ein eða tvær nætur í Þórsmörkinni eftir þrekraunina.

Fullt af fólki á leiðinni í ferðina:
Gugga, ég og Ámundi
Heiður og Jói
Hildur og Óskar
Anna, Abbi og Jóhann

Þannig að ég verð víst að bæta við plássum í skálanum. Þetta verður þvílík gleðiferð og ekki annað í boði en að hlakka mikið til.... Langar einhvern annan að koma með???

Helgin einkenndist af nýrnasteinunum hans Ámunda. Þeir byrjuðu að láta vita af sér á miðvikudaginn og görguðu svo alltaf hærra og hærra þar til að við komum okkur fyrir á slysó á föstudaginn.

Við vorum það heppin að mæta um leið og leikurinn við Rússa var að byrja og allir Íslendingarnir sátu heima að horfa á sjónvarpið. Þvílík lukka, ég kom mér fyrir í plaststólunum í biðstofunni en Ámundi fór innfyrir í píningar.

Leikurinn endaði illa og ég skutlaði Ámunda uppdópuðum heim um sjöleytið eftir fjögurra tíma heimsókn. Við náðum í snakk, gos og pítsu fyrir strákinn og svo stakk ég af í saumaklúbbsmatarboð til Amy J. Þar fékk ég þvílíkt gott pasta, súkkulaðiköku og smávegis slúður beint í æð. Við Anna fórum illa með Siggu og Beggu í Pictionary og síðan kom ég mér bara heim til að hjúkra drengnum.

Laugardagurinn var letidagur. Hitti pabba, Möggu og strákana. Guðmundur Árni hélt allan tímann að ég væri Gugga og svo rétt áður en ég fór kom upp úr honum... "Ert þú Ásta??" Hann er bara krútt. Magnús var búinn að fara í klippingu og er nú kominn með drengjakoll. Fyrir þá sem ekki vita þá var hann með hár niður á herðar.

Um kvöldið fórum við Ámundi með Önnu og Emil í bíó. Við fórum á Aviator, mér fannst myndin fín en hefði verið betri ef hún hefði ekki verið svona hræðilega löng. Vorum í Háskólabíó og þangað fer ég ekki aftur á þriggja tíma mynd. Var komin með verki alls staðar eftir þessi sæti, leið barasta eins og áttræðri skvísu. Það er nú reyndar í stíl við Áma sem haltraði eins og gamall karl útaf nýrnasteinunum. Gott par maður :o)

Í gær kom síðan elsku Anna heim frá elsku Guggu. Þær voru búnar að missa sig í kóngsins Köben og Anna kom heim með heilan helling af nýju dótaríi. Fékk hana til að kaupa íþróttatösku fyrir mig til að fara með í badmintonið.. er strax búin að taka til dótið fyrir morgundaginn :o)

20 janúar 2005

Anna og Abbi komu í pítupartý í gær og síðan fórum við á Alexander í bíó og hittum þar einmitt Alexander. Það var massa löng mynd, þeir hefðu nú alveg mátt sleppa nokkrum atriðum en mér fannst myndin nú samt ágæt.

Keypti skólabækurnar í dag, en er búin að týna stærðfræðigreiningarbókunum hans Áma. Ef einhver rekst á þær þá endilega hafið samband við mig...

Erum nú komnar með fullmyndaða badmintonklíku fyrir þriðjudagsbadmintonið. Ég, Eydís, Heiður og Kolla verðum með eindæmum efnilegir spilarar í vor. Hingað til hefur Eydís reynslubolti unnið alla spilaða leiki.

Á laugardaginn er mér boðið í tvö partý. Rafmagnsstelpupartý hjá Ásdísi og afmælispartý hjá Sigrúnu og Kóngu sóðabrókum þannig að það er björt helgi framundan.

17 janúar 2005

Jei, gat loksins klínt einhverjum myndum inn og mun heldur betur nýta mér þetta í "fremtiden". Þetta eru nokkrar myndir úr laugardagsgleðinni sem ég var í á laugardaginn.

Myndirnar komu reyndar inn í öfugri tímaröð...


Ámi sæti :o) Posted by Hello


Borgar og Jón Björn partýstjóri Posted by Hello


Hildur í stuði Posted by Hello


Palli stjarna með meiru Posted by Hello


Gítarpartýin eru best Posted by Hello


Jei, bara gaman hjá Helgu, Berglindi og Siggu Posted by Hello


Björgvin kyssustrákur Posted by Hello


Begga og Eyþór að syngja Posted by Hello


kyssi, kyss Posted by Hello


Sigga og Arnar Posted by Hello


Íris og Hildur Posted by Hello


Begga, Anna og Sigrún Posted by Hello


Við bara í góðum málum Posted by Hello


Vorum með smá pípupartý heima Posted by Hello

Mánudagurinn mættur og helgin horfin...

Ég var óvenjulega dugleg við að hitta Njarðvíkurgengið um helgina.

Við mamma skutluðum Guggu systur upp í flugstöð, bara leiðinlegt að hún er farin :o(
Við mamma kíktum síðan í heimsókn til Önnu Maríu. Hún var nýbúin að henda upp eldhúsinnréttingu í nýju íbúðina. Um kvöldið fór ég í Idol til Siggu og Arnórs Orra sem er orðinn risa- risastór. Anna María og Begga kíktu líka í Idol og það var bara gaman að hitta þær allar.

Jón Björn snillingur bauð síðan öllum Njarðvíkurbekknum okkar í partý á laugardagskvöldið. Alltaf gaman að hitta bekkjarfélagana :o)
Ég, Anna, Sigga, Sigrún og Ámundi byrjuðum kvöldið hérna hjá okkur með tailenskri matarveislu og pípugleði. Þegar við vorum orðin nægilega völt röltum við yfir til Jóns Björns og tjúttuðum með genginu sem þangað var mætt. Jón Björn fær fullt af stigum fyrir flott partý og snilldina að bjóða okkur. Mér fannst helvíti merkilegt hvað mætingin var góð með svona stuttum fyrirvara.

12 janúar 2005

Nú fer að styttast í að maður komist aftur undir tvítugt og skelli sér norður á land. Það verður nebbla menntaskólareunion í sumar... Jei, jei, jei

Það er komin upp reunion síða - http://blog.central.is/ma2000/

Hvet alla ma-inga til að tékka á síðunni, vantar ennþá lið í nefndina.

11 janúar 2005

Úff púff elsku Hildur mín átti afmæli í gær. 24 ára gæðablóð og hressleiki.

Siðan átti Hulda norðlendingur með meiru afmæli 3. janúar. Hún er 25 ára og ég tek stefnuna þangað og næ henni fljótlega.

Hey og já líka:

Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar og takk fyrir sældarstundir á liðnu ári.

Áramótaheitið mitt er að vera duglegri að heimsækja elsku vini mína á nýju ári og það ætti að verða þvílíkt gleðilegt að uppfylla það.

Já, Ása María ég ætla líka að heimsækja þig... Því að nú verður allt auðveldara því stefnan er tekin á að búa á Norðurlöndunum frá og með næsta hausti. Ekkert rugl og engar afsakanir héðan í frá. (Aumingja Ása er búin að skamma mig svolítið fyrir að vera alltaf í Danmörku þegar hún er á Íslandi)

Skólinn byrjaði í gær og ég hef ekki enn skrópað. Lengi lifi góð mæting, því nú er að duga eða að drepast :o)