Ásta skásta

28 september 2004

Fór samferða Eydísi skvísi á kynningu fyrir nefúðabólusetningartilraun í gær. Það á að velja 100 hrausta Íslendinga í að verða fórnarlömb til að prufa nokkrar mismunandi bólusetningaraðferðir og komast að því hvað er best.

Ég er auðvitað hlynnt framförum í læknavísindunum og því ætla ég að gefa kost á mér í svona tilraunir. Ekki skaðar að ég fæ smá bensínpening fyrir greiðann :o)

Nú er bara að komast að því hvort þeir fari illa með mig og ég verði veik fram á vor eða hvort þetta stöff hjá þeim virki.

27 september 2004

Helgin fór bara vel... Byrjaði nú samt í skítaveðri á föstudaginn þannig að djammið sem ég var búin að taka stefnuna á datt upp fyrir hjá mér. Nennti ekki að gera neitt.
Fór með Önnu Maríu í svona klippingaprufuúrtak og fékk ekkert stig, var með of stutt hár og fékk ekki að vera með. Skil ekkert í því ??? Anna María fékk hinsvegar svaka flotta klippingu og ég er hér með farin að safna hári fyrir næsta úrtak sem verður eftir ár. Þá skal ég sko vera með!!!!!!!!!!!!!!
Eftir úrtakið fórum við þrjú saman út að borða á Eldsmiðjuna. Þeir eiga sko pottþétt bestu pítsur í heimi :o) Við hreinlega ljómuðum af ánægju eftir heimsóknina.

Man ekkert hvað varð af laugardeginum. Minnir að sjónvarpið hafi aðeins komið við sögu og svo ræktin. Prufuðum að fara í Sporthúsið og það var bara gaman. Þar er svona tölvudót með tækjunum þannig að maður getur fengið broskall eða eitthvað annað fyrir æfingarnar sem maður er að gera. Brjálað flott bara.

Laugardagskvöldið byrjaði og endaði á málverkasýningu í Vesturporti. Listamaðurinn heitir Örri og er frá Hveragerði. Þetta var bara ansi flott sýning en sum verkin voru nú samt dulítið draugaleg. Bjór og bolla í boði þar þannig að maður kom ekki alveg edrú heim...

Anna og Abbi komu svo í sunnudagsmat til okkar. Við spiluðum Kana og Abbi tapaði endalaust. (ég var reyndar í þriðja sæti en hver er að telja???)

24 september 2004

Hellú allir...

Í dag er skítaveðurs föstudagur, brrrrrr. Í kvöld ætla ég að hitta hana Önnu Maríu mína og fara með henni í klippiúrtak hjá Sebastian. Þá eru valdir nokkrar kollar til að klippa og farða og taka myndir af. Þetta verða svaka tískubombur eftir helgina. Mig langar að vera valin, en vandamálið er að ég er komin með svo agalega stutt hár að það er eiginlega ekki í boði að klippa það meir án þess að ég verði hárlaus. En ég ætla nú samt að skella mér og vona að það komi bara ekki nógu margir og þeir neyðist til að velja mig :o) Frír litur, frí klipping og frítt makeup - gæti það orðið betra?

Svo veit maður ekki nema að maður skelli sér út á lífið í kvöld.... Svona til þess að fagna helginni :o) Annars er ég að fara í MOS-próf á fimmtudaginn þannig að það er eins gott að ég standi mig í að lesa og læra um helgina...

Ámundi keypti sér tölvu í fyrradag, eintóm gleði með það á heimilinu. Nú á að vera hægt að taka upp úr sjónvarpinu og skrifa það á DVD... Eigum reyndar eftir að láta reyna á það og sjá hvernig gæðin verða. En þetta er alla vegna eitthvað til að prufa. Gleði, gleði, gleði...

06 september 2004

Heiður sóðabrók og skvísa á afmæli í dag, óska henni til hamingju með það :o)

Vorum með sóðabrókadjamm á laugardaginn. Hittumst heima hjá mér og átum sóðamat og drukkum sóðavatn, sumir voru samt meira duglegir en aðrir við að drekka sóðavatnið. Þessir sumir voru því líka meira duglegir við að djamma heldur en aðrir. Það er náttúrulega þráðbein orsakatenging þar á milli :o)

Hittum nokkra saklausa útlendinga sem fengu að vita allt um það hversu mikið hraun er á Íslandi og hvað okkur finnst um það.

En verð bara að fá að segja að það var frábært að hitta sóðabrækurnar og virkilega frábært að kíkja á djammið með Heiði og Kóngu. Þær eru svo skemmtilega skemmdar og klikkaðar.



Á föstudaginn fór ég í vísó, bara gaman að hitta skólaliðið aftur. Það er samt frekar skrýtið að allt liðið á mínu ári er farið, horfið af skráningarlista vísindaferðanna. En við erum nú samt ennþá nokkur eftir og er það mikil gleði og ánægja að Kolla skuli enn vera á svæðinu :o)



02 september 2004

Fimmtudagur í dag...

Föstudagur á morgun, og þá ætla ég í fyrstu vísindaferð þessa árs. Það er samt agalega kjánalegt að vera að þvælast í vísó án þess að hafa mætt nokkuð í skólann... Veit ekki alveg hvað mér finnst um það. En vísó er alltaf vísó og það er gaman í vísó :o)

Síðan kemur laugardagur og þá ætla ég að fá sem flestar Sóðabrækur heim til mín og tjútta með þeim. Borða sóðarétti og drekka sóðavín. Þetta verður sóðakvöld með massífu sóðadjammi. Bannað að missa af því... svona alla vegna ef maður er alvöru sóðabrók :o)

Humm... djöfull er ég ekki dugleg að sinna þessu.

En alla vegna eyddi ég síðustu helgi í kóngsins Köben með Ámunda. Fengum gestaherbergi á kolegíinu hennar Guggu og vorum í góðu yfirlæti hjá stelpunni. Ingvi og Ragga Ámundavinir eru nýflutt út og við tjilluðum eiginlega alla helgina með þeim og svo audda Guggunni.

Helgin var aldeilist ljómandi fín, en hefði auðvitað mátt vera miklu lengri. Vorum nebbla bara á svæðinu í ca tvo sólarhringa. Það er sko eiginlega bara upp í flugvél, fljúga, lenda, ná í töskurnar, segja hæ, tékka sig inn, fljúga, lenda og koma heim.

Náðum samt að...
...drekka slatta af bjór
...borða slatta af spægipylsu
...öskra í rússibana
...dást að flugeldum
...kaupa ávaxtapípu
...vera þunn í sófanum
...fylgjast með fjórtán ára dönskum unglingum á hormónaflippi á djamminu (úff)
...sitja í strætó
...borða rauða pylsu
...kaupa föt :o)
...taka myndir
...tjilla á Nýhöfninni og rölta á strikinu

Fín helgi en alltof stutt...