Ásta skásta

27 september 2004

Helgin fór bara vel... Byrjaði nú samt í skítaveðri á föstudaginn þannig að djammið sem ég var búin að taka stefnuna á datt upp fyrir hjá mér. Nennti ekki að gera neitt.
Fór með Önnu Maríu í svona klippingaprufuúrtak og fékk ekkert stig, var með of stutt hár og fékk ekki að vera með. Skil ekkert í því ??? Anna María fékk hinsvegar svaka flotta klippingu og ég er hér með farin að safna hári fyrir næsta úrtak sem verður eftir ár. Þá skal ég sko vera með!!!!!!!!!!!!!!
Eftir úrtakið fórum við þrjú saman út að borða á Eldsmiðjuna. Þeir eiga sko pottþétt bestu pítsur í heimi :o) Við hreinlega ljómuðum af ánægju eftir heimsóknina.

Man ekkert hvað varð af laugardeginum. Minnir að sjónvarpið hafi aðeins komið við sögu og svo ræktin. Prufuðum að fara í Sporthúsið og það var bara gaman. Þar er svona tölvudót með tækjunum þannig að maður getur fengið broskall eða eitthvað annað fyrir æfingarnar sem maður er að gera. Brjálað flott bara.

Laugardagskvöldið byrjaði og endaði á málverkasýningu í Vesturporti. Listamaðurinn heitir Örri og er frá Hveragerði. Þetta var bara ansi flott sýning en sum verkin voru nú samt dulítið draugaleg. Bjór og bolla í boði þar þannig að maður kom ekki alveg edrú heim...

Anna og Abbi komu svo í sunnudagsmat til okkar. Við spiluðum Kana og Abbi tapaði endalaust. (ég var reyndar í þriðja sæti en hver er að telja???)