Ásta skásta

04 desember 2005

Jáhá...

Friðrik mætti óvænt í heimsókn á fimmtudaginn. Var staddur í Köben og ákvað að skjótast yfir sundið og kíkja á aðstæður í Malmö. Það var þvílíkt gaman að hitta hann. Ég bakaði búðarsnúða og eftir að við smökkuðum á nokkrum svoleiðis röltum við í bæinn að kíkja á jólastemmninguna. Ég verð síðan að taka allsherjar reisu einhvern tímann á næstunni og heimsækja alla sem búa hér og þar í Danmörku og Svíþjóð...

Við íbúðarfélagarnir skelltum í jólakökur í fyrradag. Eigum reyndar eftir að baka flestar kökurnar en deigið er komið í ísskápinn. Ámundi tók að sér að vera sérlegur deigsmakkari og vil helst að við sleppum bara að baka piparkökurnar, deigið er nefnilega svo ferlega gott :0) Maður verður alltaf að smakka smá.

Þar sem að við flytjum fljótlega og verðum ekki hérna um jólin, ætlum við ekki að setja upp nein jólaljós. Aldrei þessu vant er mér bara alveg sama, jólin koma bara þegar að við komum heim til Íslands. Seinna þegar ég verð stór ætla ég að hafa jólaskreytt tré í garðinum okkar, mér finnst svo ferlega flott að sjá seríur í útitrjám :o)

Á laugardaginn fórum við á 1. des hátið kórsins í Lundi. Sigurður Guðjónsson bauð okkur í smávegis fyrirpartý og síðan fjölmenntum við á hátíðina. Gestir hátíðarinnar voru örlítið eldri en ég bjóst við en það skipti svo sem engu máli. Við fengum versta hangikjöt sem ég hef á ævi minni smakkað en ég var nú samt himinlifandi að fá hangikjöt og uppstúf :o) Augljóst var að mikill meirihluti gestanna var æstur í að styrkja kórinn með fjárframlögum á barnum og dansgólfið varð ansi skrautlegt þegar að líða tók á kvöldið. Við stungum af áður en slagsmál brutust út og náðum síðasta strætisvagninum til Malmö.

Nú er farið að styttast ískyggilega í próf, ég fer í síðasta verklega tímann minn á morgun og skila síðasta verkefni annarinnar á þriðjudaginn. Eftir það verður próflesturinn allsráðandi á þessu heimili, ásamt jólakökuáti :o)