Ásta skásta

15 desember 2005

Fyrra prófið búið... Nú eru bara þrælabúðir í tvo og hálfan dag og þá er allt búið þessa önnina.

Tók að sjálfsögðu strætó í prófið í dag. Í strætó var eldri maður með svaka gettóblaster, ja eða alla vegna svakalegan miðað við hans aldur. Hann var með svarta græju, með möguleika á að nota tvær kasettur og svo var líka hægt að hlusta á útvarpið. Ég átti svona svipaða græju þegar ég bjó á Siglufirði, í þá gömlu góðu daga. Sá gamli var að hlusta á lög sem hann hefur örugglega dillað sér við þegar hann var 17 ára og tjúnaði heldur betur í græjunni. Bara fyndin kall. Hann var síðan með flösku í ekta hagkaupsplastpoka (Hemköps) og var alltaf að fá sér sopa. Hann tók samt ekkert flöskuna upp úr pokanum því hann var að fela hana. Síðan flakkaði hann dálítið um strætóinn, reyndi að finna einhvern stuðbolta til að sitja hjá og endaði hjá ca tvítugum strák. Sá gamli byrjaði að ræða málin og ungi gaurinn kinkaði bara kolli og vandaði sig við að vera dálítið dannaður. Síðan eftir nokkrar smástundir stendur sá gamli upp og kafar djúpt í vasann og gefur hinum karamellu :o) Mér fannst þetta allt ógurlega fyndið og fannst óvenju gaman að þvælast í strætó í dag...