Ásta skásta

30 október 2005

Þá erum við komin heim frá Prag. Við höfðum það fínt í Tékklandi og hefðum viljað alla vegna einn dag í viðbót til að skoða.

Við fórum í tvær ferðir með ferðaskrifstofunni sem við keyptum miðana hjá. Það var nú ekki mikið varið í þær ferðir. Önnur ferðin var í glasaverksmiðju og kastala - glasaverksmiðjan var minni en eldhúsið okkar og alls ekki neitt merkileg og við þurftum að borga aukalega til að skoða kastalann og það voru bara ferðir á þýsku og tékknesku. En við gerðum nú samt bara gott úr þessu og keyptum okkur snilldarhatta hjá einum af sölumönnunum og svo dessertskálar hjá öðrum. Hin ferðin sem við fórum í með ferðaskrifstofunni var fjögurra rétta kvöldmáltið og svaka flott gosbrunnasýning - kvöldmaturinn var ekkert spennandi og gosbrunnurinn ekki alveg nógu merkilegur. Það sem var samt skrýtnast við þessar ferðir var að leiðsögumaðurinn tók ekki þátt í neinu. Í gosbrunnaferðinni sendi hann okkur bara upp í sporvagn og sagði okkur hvar við áttum að fara út, hitti okkur þar borðaði með okkur og sýndi okkur síðan hvar gosbrunnurinn var og stakk svo af. Í hinni ferðinni þá hirti hann bara peningana af okkur og sendi hópinn síðan upp í taxi með gaur sem talaði ekki einu sinni ensku. En við skemmtum okkur samt alveg ágætlega, enda vorum við í skemmtiferð. Við mælum bara ekki með ferðunum hjá euroguide.

Við fórum í útsýnisrúnt um Prag með annarri og betri ferðaskrifstofu síðasta daginn okkar. Ótrúlegt hvað það eru margar kirkjur þarna, hægra megin sjáið þið þessa kirkju en vinstra megin er hin kirkjan. Næst þegar við erum stödd í Prag þá ætlum við í útsýnisferð í kastalann og í kvöldsiglingu á ánni. Við verðum eiginlega líka að kíkja aftur á stjörnumerkja-klukkuna á gamla torginu því það var verið að gera við hana þegar að við mættum.

Við tókum nokkrar myndir en ég get ekki sett þær inn núna af því að tölvan hans Ámunda er í viðgerð.