Ásta skásta

27 desember 2004

Gleðilega hátíð.

Ég er búin að hafa það ferlega gott um helgina. Fékk fullt af góðum mat og fínum gjöfum, það er nú ekkert lítið sem maður er elskaður :o)

Hlakka mikið til að geta notað allt dótið sem ég fékk og er nú á leiðinni að panta mér gistingu á Laugaveginum. Við Gugga erum harðar á því að labba í sumar og ætlum barasta að tryggja okkur gistingu í skálum sem fyrst svo við getum ekki beilað á þessu. Óskum eftir kátum ferðafélögum!!!! Ég fékk göngustafi og göngubuxur í jólagjöf :o)

Mamma gaf mér blender og matvinnsluvél two in one. Snilldargræja með ábyrgð og möguleika á varahlutum. Bræddi einu sinni úr blender með stelpunum þegar við vorum hvað verstar, en það á nú ekki eftir að gerast aftur. Þessi græja rokkar víst feitt.

Síðan fékk ég ansi magnaðan Texas, það er sko grafísk vasareiknis tölva! Ámundi krútt gaf mér hana og ég get nú heildað, diffrað, þáttað og gert hvað sem mér sýnist. Hrein snilld að hafa svona grip með sér í næstu önn.

Ámundi jólasveinn gaf mér líka badminton spaða og nú er málið að koma stelpunum í gírinn og læra að spila badminton. Treysti algjörlega á þolinmæði Eydísar sem ég er búin að ákveða að skuli kenna mér sportið.

Síðan fékk ég líka jakkapeysu, pictionary, buxur, bol, vigt í eldhúsið, púða með afrískum konum á, pasmínu og dótarí.

Ámundi krútt fékk tvær brauðristir :o) Þannig að þið vitið hvert þið eigið að leita ef ykkur vantar ristað brauð.