Ásta skásta

01 desember 2004

Hellú

Fiskurinn var góður. Ásdís sagði að maður þyrfti ekki að muna símanúmer og ég trúði því. Þar af leiðandi verða framtíðarsímanúmerin mín tattóveruð á höndina á Ámunda. Þá þarf hann ekki að muna þau :o) Snilldarlausn! Sérstaklega þar sem ég man númerið hans og slepp við öll svona tattú.

Er nú að lesa og reikna í öðrum kaflanum í bókinni sem er til prófs. Tveir hálfir dagar farnir í próflestur, fjórir hálfir dagar eftir, þrír heilir og 7 kaflar. Kemur það vel út??? Veit það ekki?

Annars er allt sæmilega vitlaust í vinnunni núna og gaman að hafa nóg að gera. Á morgun borða ég með rafmagnsnördunum mínum úr skólanum, á föstudaginn borða ég með vinnunni og á laugardaginn bý ég til laufabrauð. Ásdís skvísa rokkar með mér á fimmtudag og föstudag það verður gaman.