Ásta skásta

28 apríl 2006

Pókerkvöld i gær... Stelpurnar rústuðu drengjunum heldur betur og nú er alls ekki víst að stelpur verði leyfðar á næsta pókerkvöldi, múhaha.

Það er búin að vera rigning hjá okkur síðustu tvo dagana en nú er massíf sól og yndislegt veður. Það eina sem manni dettur í hug á svona degi er að skella sér í sund, en sundlaugin hérna er víst bara ísköld innilaug og ekki mjög freistandi. Við verðum bara að finna eitthvað annað að gera - eins og kannski að læra :o)

25 apríl 2006

...og þá er litla systir orðin 19 ára og orðið dáldið langt síðan hún var lítil. Til hamingju með daginn krúttan mín!

Sumarið er næstum mætt hingað til okkar og við erum loksins búin að grilla. Það var sko fáránlega gott að borða grillmatinn, ég er ennþá slefandi. Við smöluðuðm saman slatta af Íslendingum og stefnum á að kveikja upp í grillinu um hverja helgi þar til að liðið fer heim. Ég er búin að setja inn nokkrar myndir af grillhátíð helgarinnar :o)

21 apríl 2006

Þá er mamman mín farin í sólina til Spánar. Ég vona að hún fái fínasta veður og eigi fína, fína daga :o)

Við höfðum það ógurlega huggulegt saman við kellingarnar. Við dúlluðum okkur í kóngsins Köben fyrsta daginn og skönnuðum nokkrar búðir og kaffihús. Við fundum draumakjólinn minn fyrir brúðkaup sumarsins, en því miður þá hefði ég þurft að kaupa vitlausan lit eða vitlausa stærð til að eignast hann. Nú er geðsjúklingurinn ég alveg á mörkunum á að fara í aðra Köbenferð bara til að leita að blessuðum kjólnum. Ætla að sofa á því og fer kannski í kjólaferðalag á morgun...

Hinir dagarnir voru sænskir dagar og barnabúðadagar. Mamma var svo yndisleg að skilja eftir vagn og kerru hjá okkur, algjör gullmoli :o) Við heimsóttum líka ljósmóðurina og bráðnuðum öll þrjú þegar að við hlustuðum á hjartað slá í litla bumbubúanum. Bumban er komin örlítið yfir meðalstærð og það er bara allt í góðu lagi með allt saman.

Annars er ég að klára að prjóna litlar grænar krúttubuxur og húfu í stíl, byrjaði á verkefninu þegar ég vissi að ég yrði þrjá tíma í lestinni á leiðinni til Hildar. Núna kom síðan í ljós að mamma er búin að prjóna græna peysu í nákvæmlega sama lit og það sem er enn merkilegra þá prjónaði hún peysuna í stíl við buxurnar, sama munstur - sama snið. Mögnuð tilviljun maður...

Nú er samt páskafríið mitt búið og nú þarf heldur betur að stinga nefinu ofan í bækurnar og gera eitthvað af viti áður en ég flýg heim - minna en mánuður í það og alveg nóg að gera...

11 apríl 2006

Þá er ég komin aftur heim til mín og búin að kyssa bóndann.

Það var eintóm gleði að kíkja í heimsókn til Hildar og Óskars í Aarhus. Við höfðum það þvílíkt huggulegt og Hildur stjanaði endalaust við mig og snerist í kringum mig, munninn minn og bumbuna mína.

Á sunnudaginn kíktum ég og Hildur í heimsókn til Friðriks, Hrafnhildar og Sindra í Horsens. Friðrik tók á móti okkur og sýndi okkur alla merkilegustu staðina í bænum, skólann og húsin sín. Við fengum líka spes sýningarferð um bæði gamla og nýja húsið, það er greinilegt að fjölskyldan er að koma sér vel fyrir í mörkinni. Það var fullt af fólki í heimsókn og allir á fullu í að gera nýja húsið klárt fyrir páskana, þá á víst að grilla og gleðjast.

Við létum búðirnar ekki alveg eiga sig og tókum laugardag og mánudag í verslunarferðir. Steina hitti okkur á laugardeginum og bauð okkur á rúnt um Aarhus. Þá fékk ég að sjá sumarhöll drottningarinnar og ýmislegt fleira skemmtilegt. Hildur var einstaklega dugleg að þramma um búðirnar með mér og hún er snilldarinnkaupastjóri ef einhvern vantar bumbufatnað. Ég átti eitt auka mission í ferðinni og það var að kaupa vagnadekk fyrir Önnuna mína. Ég rölti því um allan bæinn með dekk í annarri en svo eftir að við fundum loksins dekkjabúðina eftir langa gönguferð þá voru þeir víst hættir að selja dekkin sem við vorum að leita að....

Ég og Hildur settum örugglega nýtt met í áti og gosþambi, held að Óskar hafi bara verið hræddur. Við gerðum mikið af því að liggja á meltunni og bíða eftir að það losnaði pláss fyrir næsta matarbita.

Takk fyrir mig :o)

06 apríl 2006

Jáhá, til hamingju MA. Þetta var heldur betur vel tæklað hjá strákunum í spurningaliðinu. Þeir fengu svo bara nógu mörg stig í hraðaspurningunum til að vinna þetta. Frábært :o)

Annars eru fréttirnar af okkur vitleysingunum þær að við erum búin að sprengja dekk á báðum hjólunum og verðum þar af leiðandi að ganga þangað sem við ætlum okkur. Við splæstum í nýtt dekk á fjallhjólið en eigum bara eftir að skella því undir tryllitækið, svo er bara beðið eftir góðu veðri til slönguviðgerða...

Ég fer til Árósa á morgun að heimsækja Hildi og Óskar, ég kem aftur tilbaka á þriðjudaginn og þá flagga ég jafnvel myndum helgarinnar. Planið er að hafa það ógurlega gott og dekra vel við Karíus og Baktus. Bumban okkar er þvílíkt að blómstra núna og ég er heldur betur að verða myndarlegri með hverjum deginum.

Góða helgi :o)

05 apríl 2006

Það er ekki laust við það að MA-hjartað taki auka slag þegar skólinn kemst í úrslit í Gettu betur. Verst að maður getur ekki kíkt við að gaulað eins og eitt MA í berjamó...

Ég ætla nú samt að kíkja á netsjónvarpið annað kvöld og fylgjast með þessu, kannski að maður komi auga á litlu systur... Vil nú samt hvetja alla aðra til að kíkja við og athuga hvort rassaklappið sé nokkuð orðið ryðgað. Held barasta að það sé ekki komið neitt nýtt hróp síðan að við útskrifuðumst enda ekki spurning að Hesta-Jói er flottastur :o)

04 apríl 2006

Svo kom í ljós að ég þarf að halda fyrirlestur 18. maí... þannig að ég get ekki lengur komið heim 12. maí eins og ég ætlaði og hlakkaði til. Nú kem ég því heim laugardaginn 20. maí og það verður að fresta öllum grillveislum og ísferðum þangað til :o)

02 apríl 2006

Í dag fórum við á hjólauppboð. Ég og Ámundi fengum bæði beige-sprautuð hjól, við erum núna smart, snögg, sænskleg og í stíl :o)

Mitt er fjallahjól og var einu sinni 18 gíra en er nú eiginlega bara 3 gíra því aftari gírarnir virka ekki. Ámundi fékk DBS fák og var svo heppinn að fá bæði bjöllu og bögglabera. Dekkin á mínu hjóli eru vægast sagt dálítið nálægt því að klárast og ég ætla að telja skiptin sem ég kemst í skólann án þess að það springi hjá mér.

En þrátt fyrir að hjólin séu ekki alveg fullkomin þá er eintóm hamingja í gangi með nýju hjólin, enda fengum við þau á fínasta díl. Áhugasamir geta séð myndir af nýja dótinu okkar :o)