Þá er mamman mín farin í sólina til Spánar. Ég vona að hún fái fínasta veður og eigi fína, fína daga :o)
Við höfðum það ógurlega huggulegt saman við kellingarnar. Við dúlluðum okkur í kóngsins Köben fyrsta daginn og skönnuðum nokkrar búðir og kaffihús. Við fundum draumakjólinn minn fyrir brúðkaup sumarsins, en því miður þá hefði ég þurft að kaupa vitlausan lit eða vitlausa stærð til að eignast hann. Nú er geðsjúklingurinn ég alveg á mörkunum á að fara í aðra Köbenferð bara til að leita að blessuðum kjólnum. Ætla að sofa á því og fer kannski í kjólaferðalag á morgun...
Hinir dagarnir voru sænskir dagar og barnabúðadagar. Mamma var svo yndisleg að skilja eftir vagn og kerru hjá okkur, algjör gullmoli :o) Við heimsóttum líka ljósmóðurina og bráðnuðum öll þrjú þegar að við hlustuðum á hjartað slá í litla bumbubúanum. Bumban er komin örlítið yfir meðalstærð og það er bara allt í góðu lagi með allt saman.
Annars er ég að klára að prjóna litlar grænar krúttubuxur og húfu í stíl, byrjaði á verkefninu þegar ég vissi að ég yrði þrjá tíma í lestinni á leiðinni til Hildar. Núna kom síðan í ljós að mamma er búin að prjóna græna peysu í nákvæmlega sama lit og það sem er enn merkilegra þá prjónaði hún peysuna í stíl við buxurnar, sama munstur - sama snið. Mögnuð tilviljun maður...
Nú er samt páskafríið mitt búið og nú þarf heldur betur að stinga nefinu ofan í bækurnar og gera eitthvað af viti áður en ég flýg heim - minna en mánuður í það og alveg nóg að gera...
Við höfðum það ógurlega huggulegt saman við kellingarnar. Við dúlluðum okkur í kóngsins Köben fyrsta daginn og skönnuðum nokkrar búðir og kaffihús. Við fundum draumakjólinn minn fyrir brúðkaup sumarsins, en því miður þá hefði ég þurft að kaupa vitlausan lit eða vitlausa stærð til að eignast hann. Nú er geðsjúklingurinn ég alveg á mörkunum á að fara í aðra Köbenferð bara til að leita að blessuðum kjólnum. Ætla að sofa á því og fer kannski í kjólaferðalag á morgun...
Hinir dagarnir voru sænskir dagar og barnabúðadagar. Mamma var svo yndisleg að skilja eftir vagn og kerru hjá okkur, algjör gullmoli :o) Við heimsóttum líka ljósmóðurina og bráðnuðum öll þrjú þegar að við hlustuðum á hjartað slá í litla bumbubúanum. Bumban er komin örlítið yfir meðalstærð og það er bara allt í góðu lagi með allt saman.
Annars er ég að klára að prjóna litlar grænar krúttubuxur og húfu í stíl, byrjaði á verkefninu þegar ég vissi að ég yrði þrjá tíma í lestinni á leiðinni til Hildar. Núna kom síðan í ljós að mamma er búin að prjóna græna peysu í nákvæmlega sama lit og það sem er enn merkilegra þá prjónaði hún peysuna í stíl við buxurnar, sama munstur - sama snið. Mögnuð tilviljun maður...
Nú er samt páskafríið mitt búið og nú þarf heldur betur að stinga nefinu ofan í bækurnar og gera eitthvað af viti áður en ég flýg heim - minna en mánuður í það og alveg nóg að gera...