Hér í Lundi er allt fullt af snjó. Það getur verið dálítið skemmtilegt að fylgjast með hjólagörpunum spóla svolítið í snjónum. Á leiðinni í skólann í dag hrundi ein gellan rétt fyrir aftan okkur þegar að hún fór aðeins of hratt í eina beygjuna. Ég og Ámundi erum svo miklir sniglar í vetrarfærðinni að annað fólk brunar fram úr okkur á leiðinni í skólann - bæði hjólandi og gangandi. Ég held að það sé vegna þess að allir hinir eru svo ferlega illa klæddir að þeir verði að labba eins hratt og þeir komast til að frjósa ekki fastir. Í dag sáum við til dæmis eina skvísu með beran magann út í loftið. Drrr, drrr, drrr, henni hlýtur að hafa verið kalt.
Í gær fengum við kisu í heimsókn inn á sameiginlega ganginn. Hún kom sér bara þægilega fyrir upp á ofni og hlýjaði sér svolítið. Mér fannst heilmikið huggulegra að koma að kisu kúrandi við ofninn inn á gangi heldur en rónanum sem ég fann þegar við bjuggum í Malmö. Það er allt svo miklu betra hérna í Lundi, hehe
Anna og Gugga ætla að koma hingað í paradísina á eftir og við ætlum að stelpast svolítið. Á morgun ætla ég síðan með þeim til Köben. Anna er búin að panta matarferð á Jenssen, þar er víst hægt að fá endalausan ís í eftirrétt :o) Litla skottan fer síðan heim snemma á föstudaginn og ég fer þá í útskriftina hjá stóru skottunni.
Á laugardaginn koma síðan pabbi, Magga, Magnús og Guðmundur og við skellum okkur síðan á skíði í Frakklandinu, ég hlakka til að skella inn myndum af öllu stuðinu þar. En meira um það seinna...
Í gær fengum við kisu í heimsókn inn á sameiginlega ganginn. Hún kom sér bara þægilega fyrir upp á ofni og hlýjaði sér svolítið. Mér fannst heilmikið huggulegra að koma að kisu kúrandi við ofninn inn á gangi heldur en rónanum sem ég fann þegar við bjuggum í Malmö. Það er allt svo miklu betra hérna í Lundi, hehe
Anna og Gugga ætla að koma hingað í paradísina á eftir og við ætlum að stelpast svolítið. Á morgun ætla ég síðan með þeim til Köben. Anna er búin að panta matarferð á Jenssen, þar er víst hægt að fá endalausan ís í eftirrétt :o) Litla skottan fer síðan heim snemma á föstudaginn og ég fer þá í útskriftina hjá stóru skottunni.
Á laugardaginn koma síðan pabbi, Magga, Magnús og Guðmundur og við skellum okkur síðan á skíði í Frakklandinu, ég hlakka til að skella inn myndum af öllu stuðinu þar. En meira um það seinna...