Ásta skásta

27 ágúst 2005

Sæl og blessud oll. Nu erum vid Amundi ad heimsækja Guggu i kongsins Køben.

Tad gekk bara vel ad fljuga ut, fengum sma plass til ad teygja ur tasunum og madur sa a lidid i kring ofundadi mann daldid. Takk Anna. Vorum lika nett ofundud fyrir ad sleppa vid rodina i tekk-inn. Muhaha, fint ad vera i klikunni :o) Takk Anna.

Beggi kom lika i flugvelina okkar og svo lika Kristin og Ymir S. Tau voru oll ad fara til Koben.

Vid komumst sæmilega a leidarenda, fengum sma rigningu tegar vid vorum ad skipta um stræto en tad var nu bara til ad hafa gaman ad :o) Andri lanadi okkur herbergid sitt i Lundi tangad til ad hann kemur hingad 1. sept. Ta ætlum vid ad fara adra ferd til Koben ad heimsækja Guggu, Binna, Ingva og Roggu.

A fostudaginn vorum vid ad ræda vid skolafolkid og roltum fram og tilbaka um skolasvædid. Vid holdum ad tetta hafi endad nokkud vel en tad kemur betur i ljos tegar vid mætum a manudaginn.

Bestu frettirnar eru nu samt tær ad eg nadi skrambans stærdfrædigreiningunni. Fekk huggulega sjou og er alveg i skyjunum med tetta.

Meira seinna, vid bidjum bara ad heilsa Islandi.

22 ágúst 2005

Erum nú á fullu að pakka og setja allt á annan endann hérna á Klapparstígnum. Merkilegt hvað manni tekst oft að pakka því sem manni vantar svo fimm mínútum seinna... hehe

Helgin var fín, góður matur og gott fólk :o)

17 ágúst 2005

Síðasti vinnudagurinn í gangi. Á morgun fer allur dagurinn í próflestur, föstudagurinn fer síðan í að taka próf.

En svo er nú aldeilis bjartara framundan :o)

Á föstudagskvöldið ætlum við Ámundi að elda og borða með Önnu og Abba. Þetta á að vera svokallað sælkerakvöld þar sem allt snýst um að borða eitthvað gott. Nammi, nammi, nammi. Snilldin eina.

Á laugardaginn klukkan 17:00 hefst síðan dagskrá menningarnætur hjá okkur. Þá ætlum við að hitta allt MA-gengið og Fornhagapíurnar, grilla með þeim og gleðjast. Síðan á auðvitað að stefna í bæinn, beint niður á höfn að tékka á tónleikunum og síðan að fylgjast með flugeldunum. Eftir það allt saman verður djammað fram á hárauða nóttina og sólríkan morguninn.

Sunnudagskvöldið verður fjölskyldukvöld. Þá ætlum við með familíurnar báðum megin út að borða á Tapas. Við þrettán í allt og þar af eru bara tveir blóðskyldir mér ;o)

Sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur fara í að flokka, skila og pakka. Ég vonast síðan til þess að geta notað miðvikudaginn í að skúra, skrúbba og bóna. Verðum meira og minna á Klapparstígnum og allir eru velkomnir í kveðjukoss og huggulegheit.

Anna og Emil neyddust síðan til að bjóða okkur gistingu aðfaranótt fimmtudags, síðustu íslensku nóttina í bili.

Fimmtudagurinn verður síðan notaður í að fljúga til útlanda og búa í útlöndum... sjett...

12 ágúst 2005

Loksins er ég búin að bóka mig í andlitsbaðið sem sóðabrækurnar gáfu mér í afmælisgjöf. Tók mig svo til og bókaði klippingu 20. ágúst, einmitt á menningarnæturdeginum sjálfum. Svo er bara villt djamm fram eftir nóttu og stanslaus gleði þar til ég vakna þunn á sunnudeginum og þarf að pakka niður öllu sem ég á...

Vúhú... Loksins erum við búin að tryggja okkur íbúð í Svíaríki. Við erum komin með íbúð í Malmö frá byrjun september og út janúar. Þessi íbúð er fullbúin húsgögnum, tveggja herbergja en samt risastór, við erum að tala um 95 fermetra. Svo er bara flatsæng yfir allt þegar allir gestirnir okkar mæta á svæðið. Sjáum fram á það að familían mæti undir lok janúar þegar elsku Gugga systir útskrifast og þá treystum við á það að einhver gisti hjá okkur.

11 ágúst 2005

Þá er Ásdís hætt að vinna í húsinu. Það var kveðjukökupartý fyrir hana í gær. Hún ætlar að fljúga til Frakklands eftir eina viku, það verður nú gaman að geta heimsótt hana :o) Stutt í alpana, stutt á ströndina og stutt í rauðvínið og ostana. Hið ljúfa líf.

Í dag á ég tvær vikur eftir á Íslandi þar af eina í vinnunni og í dag svaf ég yfir mig í fyrsta skiptið sem ég vinn hérna. Mætti mygluð á svæðið klukkan níu og strákarnir notuðu tækifærið til að hlæja að mér. Svona lið...

Magnús bróðir er í þessum töluðu orðum í nokkurs konar uppskurði. Hann gleypti kubb í brúðkaupi fyrir ca þremur vikum og það virðist vera að kubburinn hafi lent í lungunum á stráknum. Þar situr kubburinn og stíflar hluta af lungunum þannig að greyið getur ekki púlað neitt án þess að fá verki í bakið. Nú eru einhverjir snillingar á LSH að troða upp í hann slöngum og dótarí til að veiða kubbinn aftur upp. Ég vona að þetta gangi allt vel, bíð eftir að heyra frá pabba.

10 ágúst 2005

Fjúff, 15 dagar í að við flytjum til Sverige.

Erum enn að leita okkur að íbúð í Lundi, gengur ekki alveg nógu hratt fyrir minn smekk. Ég er ferlega dugleg að senda leigusölum pósta þar sem mannkostir okkar eru dásamaðir án þess þó að missa mig í sleikjuhætti.

Það er alveg hreint ótrúlegt hvað íbúðirnar sem eru auglýstar hverfa hratt af markaðnum. Já nema kannski að ég sé að skrifa einhverja eintóma steypu og enginn þorir að leigja okkur íbúðina sína.... þetta er náttla allt á útlensku þannig að maður veit ekki.

Ég vona bara að við þurfum ekki að tjalda yfir dótið okkar þegar við mætum á svæðið, skella bara í heilsársútihátíð???

08 ágúst 2005

Ég, Ámundi, Anna og Emil fórum í snilldarbrúðkaup til Friðriks og Hrafnhildar á laugardaginn. Brúðkaupið var haldið á Kirkjuhóli á Snæfellsnesi, við rosalega flottan bústað sem Frikki gat tryggt sér þessa helgina.

Þau giftu sig á pallinum við bústaðinn/höllina. Það var aðeins farið að blása þegar athöfnin fór fram þannig að brúðarslörið stóð beint aftur af höfði brúðarinnar og pils nokkurra gesta fuku þannig að bossarnir blöstu við hinum gestunum.

Veislan fór síðan fram í risaveislutjaldi þarna í grennd. Reyndar vorum við Anna ekki búnar að frétta það og vorum því ekki klæddar til útiveru. Við skulfum bara í takt og ákáðum síðan að dressa okkur upp í tjaldfötin. Mér til mikillar skelfingar var ég ekki með nein almennileg föt, gat valið um þynnkubuxur með klof niðrá hné eða náttbuxur. Ég fæ því ekki mörg smartstig fyrir klæðnaðinn í veislunni :o/

Snilldarmatur, snilldarhjón, snilldarvín, snilldarhoppukastali, snilldarbrenna, snilldartrampólín, snilldarbjór....

Á föstudaginn fór ég með Njarðvíkurskvísunum á Sálarball á Players. Ég skemmti mér konunglega og Sálin var þvílík snilld. Byrjuðum í grillpartýi hjá Ásu og þar fórum við á kostum með blenderinn og frosin jarðarber sem Anna var búin að næla í. Begga fór síðan á kostum á barnum og var alltaf með nýjan bríser í höndunum. Held að hún hafi ekki eytt krónu þetta kvöld. Verð að díla við Ásu um myndir... svo hendi ég þeim kannski inn :o)

03 ágúst 2005

Hringferðin gekk vel. Fullt af fínum stöðum til skoða, verst hvað við höfðum stuttan tíma til að skoða okkur um.

Gistum í Skaftafelli fyrstu nóttina, komum svolítið seint þangað. Gengum eins og allir aðrir upp að Svartafossi. Fengum snilldarveður :o) Fórum síðan að grilla í Höfn og svömluðum í lauginni þar fram eftir degi. Brunuðum síðan í einum spretti upp á Egilstaði, þaðan í Atlavík. Þar var bara hið argasta fjölskyldufólk þannig að við snerum við og fórum á Neistaflug í Neskaupstað. Á Neistafluginu voru allir peðölvaðir og náskyldir þannig að mér fannst ég ekki passa alveg nógu vel í hópinn. En það var nú hægt að skemmta sér vel við að fylgjast með liðinu og dilla sér svo á dansgólfinu inn á milli skemmtiatriða.

Daginn eftir fórum við aftur í gegnum Egilsstaði og Atlavík, þaðan inn Fljótsdal og upp á Kárahnjúka. Tókum skyldumyndir þar í roki og sól. Fórum síðan í mikla ófæruferð niður að þjóðveginum. Það var búið að vera svo þurrt að bíllinn fylltist af ryki og vegurinn var hræðilegur. Það tók okkur rúma tvo tíma að keyra 35 km, þetta var skelfilegt!!! Við vorum svo svaka þreytt loksins þegar við komumst aftur á skrið að við vorum frekar löt við að stoppa. Lögðum ekki í malarveginn að Dettifossi og misstum af Græna lóninu því við vorum svo seint á ferð. Við náðum nú samt að hressa okkur við í Námaskarði og við Dimmuborgir. Enda vorum við ennþá með veðurguðina í okkar liði.

Komum til Siglufjarðar áður en fólkið þar komst á fætur og vöktum liðið með agalegum látum. Þar höfðum við það svakalega huggulegt og vorum í góðum málum með familíunni.

Smelli inn myndum í kvöld eða á morgun :o)