27 júlí 2005
26 júlí 2005
Í dag eru tvö ár síðan að Ámundi beit á öngulinn hjá mér... ja eða ég á öngulinn hjá honum??
Við ætlum að halda upp á þessi merku tímamót með því að skella okkur í pikknikk og Bláa lónið í þessu líka snilldarveðri.
Næstu helgi ætlum við síðan að fara hringferð um landið. Leggjum í hann um hádegi á föstudag og komum heim seint á mánudaginn.
Við ætlum að halda upp á þessi merku tímamót með því að skella okkur í pikknikk og Bláa lónið í þessu líka snilldarveðri.
Næstu helgi ætlum við síðan að fara hringferð um landið. Leggjum í hann um hádegi á föstudag og komum heim seint á mánudaginn.
25 júlí 2005
Snilldarhelgi liðin. Við fórum í hálfgerða úti/innilegu fyrir austan fjall.
Vöknuðum snemma á lau og fórum með Önnu og Abba í góðviðrisferð. Strákarnir löbbuðu upp á Búrfell en ég og Anna sleiktum sólina á meðan, vorum svo ferlega latar eitthvað. Svo fórum við að veiða í Úlfljótsvatni, ja alla vegna gerðum við heiðarlega tilraun til þess. Fiskarnir voru í einhverju verkfalli þannig að það varð lítið úr því að við þyrftum að grilla neitt.
Fórum svo í rándýra Ljósafosslaug, 450 kall á mann takk fyrir. Þar rotaði ég næstum því Ámunda í boltaleik, það hefur nú margsannað sig að ég á ekki að vera að henda og grípa þegar fólk er í grennd.
Ingibjörg og Gilli buðu okkur svo í mat, kjúllinn svitnaði í ofninum þegar við mættum. Þar drukkum við líka bjór og annan bjór og fórum á pöbbinn.
Daginn eftir vöknuðum við aðeins seinna og skelltum okkur á Þingvöll í snilldar veðri. Gat ekki verið flottara :o)
Vöknuðum snemma á lau og fórum með Önnu og Abba í góðviðrisferð. Strákarnir löbbuðu upp á Búrfell en ég og Anna sleiktum sólina á meðan, vorum svo ferlega latar eitthvað. Svo fórum við að veiða í Úlfljótsvatni, ja alla vegna gerðum við heiðarlega tilraun til þess. Fiskarnir voru í einhverju verkfalli þannig að það varð lítið úr því að við þyrftum að grilla neitt.
Fórum svo í rándýra Ljósafosslaug, 450 kall á mann takk fyrir. Þar rotaði ég næstum því Ámunda í boltaleik, það hefur nú margsannað sig að ég á ekki að vera að henda og grípa þegar fólk er í grennd.
Ingibjörg og Gilli buðu okkur svo í mat, kjúllinn svitnaði í ofninum þegar við mættum. Þar drukkum við líka bjór og annan bjór og fórum á pöbbinn.
Daginn eftir vöknuðum við aðeins seinna og skelltum okkur á Þingvöll í snilldar veðri. Gat ekki verið flottara :o)
21 júlí 2005
Þá er stelpan komin suður aftur. Það var ferlega fínt að skreppa norður, fengum bara ekki alveg nógu gott veður.
Ég væri nú alveg til í að búa fyrir norðan einhvern tímann seinna, held að það sé bara fínt. Þá þarf maður ekki að eyða eins miklum tíma í Reykjavíkurumferðina...
Annars er náttla fyrst á dagskránni að flytja til Lundar, Svíþjóð. Skólinn byrjar 29. ágúst og við ætlum út 25. ágúst. Ef þið þekkið einhvern sem er með herbergi eða íbúð til leigu í Lundi þá vil ég alveg endilega fá símanúmerið hjá þeim...
Setti inn myndir frá Laugavegsgöngunni á nýju fínu myndasíðuna mína. Setti inn tengil hérna til hliðar á síðunni.
Ég væri nú alveg til í að búa fyrir norðan einhvern tímann seinna, held að það sé bara fínt. Þá þarf maður ekki að eyða eins miklum tíma í Reykjavíkurumferðina...
Annars er náttla fyrst á dagskránni að flytja til Lundar, Svíþjóð. Skólinn byrjar 29. ágúst og við ætlum út 25. ágúst. Ef þið þekkið einhvern sem er með herbergi eða íbúð til leigu í Lundi þá vil ég alveg endilega fá símanúmerið hjá þeim...
Setti inn myndir frá Laugavegsgöngunni á nýju fínu myndasíðuna mína. Setti inn tengil hérna til hliðar á síðunni.
14 júlí 2005
Nei, nei, nei, nei, nei...
Ég er að fara í vinnuferð norður á mánudaginn og þá eru þeir bara að spá rigningu, rigningu og rigningu (en sól fyrir sunnan í staðinn). Ef spáin rætist þá er þetta í annað skiptið í sumar sem ég fer norður í leiðindaveður, en það á einmitt ekki að vera hægt á sumrin...
Annars vorum við að kaupa flugmiða út í gær... brottför frá Íslandi 25. ágúst og komum heim í jólafrí 22. desember.
Ég er að fara í vinnuferð norður á mánudaginn og þá eru þeir bara að spá rigningu, rigningu og rigningu (en sól fyrir sunnan í staðinn). Ef spáin rætist þá er þetta í annað skiptið í sumar sem ég fer norður í leiðindaveður, en það á einmitt ekki að vera hægt á sumrin...
Annars vorum við að kaupa flugmiða út í gær... brottför frá Íslandi 25. ágúst og komum heim í jólafrí 22. desember.
Ákvað að segja ferðasögu Laugavegsgöngunnar okkar í myndum frekar en máli... Þetta var hrein snilld, enda snilldarveður, snilldarlandslag og eintómir snillingar í hópnum. Gat ekki klikkað :o)