Ásta skásta

25 júlí 2005

Snilldarhelgi liðin. Við fórum í hálfgerða úti/innilegu fyrir austan fjall.

Vöknuðum snemma á lau og fórum með Önnu og Abba í góðviðrisferð. Strákarnir löbbuðu upp á Búrfell en ég og Anna sleiktum sólina á meðan, vorum svo ferlega latar eitthvað. Svo fórum við að veiða í Úlfljótsvatni, ja alla vegna gerðum við heiðarlega tilraun til þess. Fiskarnir voru í einhverju verkfalli þannig að það varð lítið úr því að við þyrftum að grilla neitt.

Fórum svo í rándýra Ljósafosslaug, 450 kall á mann takk fyrir. Þar rotaði ég næstum því Ámunda í boltaleik, það hefur nú margsannað sig að ég á ekki að vera að henda og grípa þegar fólk er í grennd.

Ingibjörg og Gilli buðu okkur svo í mat, kjúllinn svitnaði í ofninum þegar við mættum. Þar drukkum við líka bjór og annan bjór og fórum á pöbbinn.

Daginn eftir vöknuðum við aðeins seinna og skelltum okkur á Þingvöll í snilldar veðri. Gat ekki verið flottara :o)