Ásta skásta

26 maí 2005

Við komum heim í gær, gerðum þá lítið annað en að sofa, vera stjörf og glápa á sjónvarpið.

Ég er síðan byrjuð í vinnunni, það vantaði alla gaurana af minni deild þannig að ég er bara búin að vera að dúlla mér við að græja tölvuna mína og svoleiðis.

Annars er bara flest fínt að frétta. Reyndar fæ ég ekki að útskrifast í þetta skiptið, endemis rugl alltaf á manni.

Ætlar einhver að bralla eitthvað um helgina???

20 maí 2005

Hofum thad gott her vid midjardarhafid.

Er agalega dugleg ad uda solarvorn ut um allt og brosum sidan bara framan i solina.

Vid vorum ad kaupa okkur ledurjakka og eg er mikid ad spa i ad kaupa mer svefnpoka :o) Veit ekki alveg hvernig thad endar.

Her er allt morandi i gamalmennum og ungabornum. Vid erum ekki alveg a rettasta hotelinu nema ad thad se midad vid medaltalid.

Sundlaugin okkar er massafin og vid latum okkur svo sem hafa thad ad runta um allt i leigubil... Aetlum ad skella okkur i vatnsrennibrautir og thess hattar i fyrramalid. Tha kemur i ljos hver er haenan og mig grunar ad thad se eg.

Skal i botn i bodinu. Lengi lifi Selma og Eurovision (vorum buin ad plata hotelstjoran til ad syna adalkeppnina i einhverjum fancy sal en svo komumst vid bara ekki afram! Thannig ad thad verda bara tveir Islendingar ad horfa a skjainn).

Knus,
Asta çñ

17 maí 2005

Nú eru blessuð prófin búin. Stelpan bara komin í smá sumarfrí :o)

Við fórum í bústað með sóðabrókunum um helgina. Potturinn að sjálfsögðu bara snilld og þegar við vorum ekki í pottinum vorum við að spila eða að grilla á kolum. Náðum held ég bara einu sinni að dekka allar vígstöðvar...

Í dag er það síðan dúlleri. Ég ætla að skjótast með kaggann í skoðun og svo að fara með hann í Bláa lónið og hitta Önnu Maríu.

Svo á morgun er það Benidorm, jei, jei, jei.

12 maí 2005

Hömmmm....

Síðasta prófið á morgun og svo er bara að bruna beint í bústaðinn!

11 maí 2005

Prófið var auðveldara en ég hélt að það yrði en mér gekk samt verr en ég bjóst við :o(

Badmintonið var nú samt með eindæmum skemmtilegt í gær. Ég, Kolla og Eydís erum búnar að vera með nefið á bólakafi ofan í bókum undanfarið og vorum svaka ánægðar með að gera eitthvað annað. Heiður smitaðist af gleðinni, eða kannski var hún bara ferlega ánægð hvort eð er, og við vorum allar í skýjunum.

Í dag ætla ég síðan í lunch með henni Önnu Maríu minni. Gleymdi samt að panta sól en það er bara allt í lagi. Síðan á að stúdera hinar og þessar rafmagnsvélarnar.

Hauj, ef einhver veit um fínan brúðkaupsveislusal þá vantar Guggu systur hugmyndir fyrir næsta sumar. Allir að kommenta sem hafa yfirhöfuð mætt í brúðkaup í Rvk... Eða á maður kannski bara að mæla með því að þau halda teitið í Landamannalaugum eða i svona stóru veislutjaldi í Viðey?????

10 maí 2005

Heil og sæl

Þá er stefnan tekin í erfiðasta og leiðinlegasta prófið mitt þessa önnina. Verð sem sagt sveitt að klóra í dæmi á morgun milli 13:30 og 16:30 í stofu 137 í VRII. Allir að hugsa fallega til mín!!! Eða kannski frekar eins og Ámundi orðar það: ég skal hugsa NÁlega til þín, en ekki FALLega...

Eftir þessa þraut fæ ég siðan að smella mér í badminton, missti af því í síðustu viku þar sem að ég var að læra fyrir Lobb. Hlakka mikið til að sprikla svolítið um völlinn og hitta skvísurnar :o)

08 maí 2005

Það er heldur betur rómantík i gangi hjá Guggu systur :o)

Enginn svona hasar hjá okkur. Ég er nú á leiðinni í skólann að læra en fæ nú samt að skjótast i afmæli hjá Rakel frænku á eftir. Kannski að maður kræki sér í kökusneið.

Mæðradagurinn i dag, óska öllum mömmum til hamingju með það.

06 maí 2005

Jæja nú eru tvö próf búin, gekk alveg bærilega í dag.

Gaurarnir eru búnir að mála svalirnar, það er eintóm gleði. Bara óþægilegt að hafa gesti sem eru ekki í heimsókn.

Ég er farin að hlakka mikið til að bregða mér í bústað næstu helgi, ekki nema vika í það. Potturinn, grillið, öllarinn og huggulegheit.

05 maí 2005

Fyrsta prófið liðið, farið og búið að vera.

Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég valið önnur dæmi. En við getum víst ekki öll verið sammála. Klikkaði meira að segja á einu ferlega einföldu dæmi sem ég fattaði síðan um leið og ég kom út, við fáum sko ljósrit af svörunum eftir prófið.

Næsta próf er á morgun og ég er núna önnum kafin við að prenta út glósur sem mig vantar í safnið.

Rétt eftir að ég dröslaðist fram úr í morgun mættu menn á svæðið til að mála svalirnar mínar. Alltaf gaman að fá þrjá karla á gluggann þegar að maður er nývaknaður og vel myglaður...

02 maí 2005

Próftíð í gangi. Í dag er ég að læra LOBB, líka í gær og líka á morgun.

Á laugardaginn stalst ég í pottana, því veðrið er alltaf svo yndislegt þegar maður er í prófum. Svona alveg eins og grasið er grænna annars staðar. Í pottunum datt ég beint á bossann og sparkaði í leiðinni ærlega í bakið á Ámundanum. Nú er ég komin í sundstraff í þrjár vikur eða alla vegna þar til að fíni marbletturinn minn lætur sig hverfa af óæðri endanum.

Gleðilegan maí :o)