Ásta skásta

05 maí 2005

Fyrsta prófið liðið, farið og búið að vera.

Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég valið önnur dæmi. En við getum víst ekki öll verið sammála. Klikkaði meira að segja á einu ferlega einföldu dæmi sem ég fattaði síðan um leið og ég kom út, við fáum sko ljósrit af svörunum eftir prófið.

Næsta próf er á morgun og ég er núna önnum kafin við að prenta út glósur sem mig vantar í safnið.

Rétt eftir að ég dröslaðist fram úr í morgun mættu menn á svæðið til að mála svalirnar mínar. Alltaf gaman að fá þrjá karla á gluggann þegar að maður er nývaknaður og vel myglaður...