Frídagarnir liðu hratt og örugglega á meðan að við vorum stödd á Íslandinu góða. Við hittum fullt af vinum og ættingjum en ég hefði nú verið til í að hitta ansi marga oftar og lengur - en svona verður þetta þegar maður stoppar svona stutt.
Ég og Ámundi nældum okkur í einhvers konar matareitrun daginn áður en við fórum heim og vorum því ekki að standa í stórræðum þann daginn. Enduðum bara í lúxusdekri hjá Önnu og Emil, fengum að hakka í okkur verkjatöflurnar þeirra og höfðum það bara nokkuð gott :) Aumingja Anna systir var sett í að ganga frá öllu því sem við ætluðum að gera síðasta daginn... Takk!
Elsa Björg var himinlifandi hamingjusöm með að komast aftur á leikskólann sinn og var líka mjög ánægð með herbergið sitt. Nú er litla prinsessan farin að sofa á skikkanlegum tíma og vaknar ekki lengur um miðjar nætur. Allt eins og það á að vera :)
Ámundi er búinn með skólann sinn og er nú í atvinnuleit. Ég læt vita þegar eitthvað gerist á þeim vígvelli. Ég er enn í skólanum og verð nú líklega hér fram undir næstu jól og þá veit enginn hvað tekur við. Lundaklíkan er strax komin í góðan gír og við erum komin á fullt í baddó, saumó, heimó, pókeró og afmælisveisló.
Stórt nýársknús,
Ásta