Um daginn fórum við í ferðalag til að krækja í vegabréf fyrir Elsu Björgu Ámundadóttur. Lögreglustjóri gat ekki gefið út vegabréfið þar sem að nafn skvísunnar var ekki enn skráð í þjóðskrá - þar er bara til stúlka Ámundadóttir. Við töltum yfir í þjóðskrá þar sem að við gátum ekki gefið skvísunni nafn þar sem að hún er með lögheimili sitt skráð í Svíþjóð. Nú er svo bara spennandi að vita hvort að Svíarnir vita að Elsa Björg er yfirhöfuð til... Það er svo gaman að rölta svona á milli skrifstofa og standa í einhverju svona rugli!
Annars höfum við það bara gott í nýju fjölskyldunni. Ég þarf alltaf að fá mér einn nettan blund á hverjum degi til að vega upp á móti brjóstagjafavökunum á nóttunni :o) Elsa Björg er voðalega yndisleg og dugleg að lúlla sér... Mamma er náttúrulega stök snilld og ég veit ekki hvar við værum ef við hefðum hana ekki - erum mikið að spá í að pakka henni bara niður og flytja hana með okkur til Lundar :o)
Annars höfum við það bara gott í nýju fjölskyldunni. Ég þarf alltaf að fá mér einn nettan blund á hverjum degi til að vega upp á móti brjóstagjafavökunum á nóttunni :o) Elsa Björg er voðalega yndisleg og dugleg að lúlla sér... Mamma er náttúrulega stök snilld og ég veit ekki hvar við værum ef við hefðum hana ekki - erum mikið að spá í að pakka henni bara niður og flytja hana með okkur til Lundar :o)